Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 121

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 121
MÚLAÞING 119 sagnfræðingur, en eins og margir aðrir hef eg velt þessu fyrir mér á stundum. Aðrar sveitir á Fljótsdalshéraði bera náttúrunöfn: Vellir (og Skógar sveitarhluti), Fljótsdalur, Jökul(s- (ár?))dalur, Hlíð (einnig Jökulsár- hlíð), Tunga (Hróarstunga), Fell, Skrið(u)dalur. Auk þess Eiðaþinghá, sem vafalaust er kennd við höfuðbólið gamla, Eiða, en þar eru eiði sterk ein- kenni í landslagi, landræmur sem ganga út í Eiðavatn (eldra nafn Fiskivatn) og liggja á milli vatnsins og Lagarfljóts. Þessi eiði eru einnig mikil einkenni á jörðinni Gröf, sem var hjáleiga frá Eiðum. Hins vegar ein- kennist sveitin ekki að öðru leyti af þessu náttúrufyrirbæri og er því, sem áður sagði, trúlega kennd við býlið eins og Hjaltastaðaþinghá er kennd við Hjaltastað. Hjalta- virðist aftur á móti ekki vera náttúrunafn eftir orðsifjabókinni nýju að dæma, heldur mannsnafn eða tákna hjalt á sverði. Annað og eldra nafn á Hjaltastaða- þinghá er sem kunnugt er Útmanna- sveit, en það nafn var fyrr á öldum notað um stærra svæði á Héraði og verður síðar vikið að því. Einnig má nefna að stöku sinnum bregður fyrir nafninu Eiðamannaþinghá. Öruggt er það og alkunnugt að á austursíðu Héraðs var fram um 1700 einn hreppur — að Skriðdal undan- teknum — og nefndist Vallnahreppur. Þó er ekki víst að hreppurinn hafi nokkurn tíma verið nefndur svo. Hreppar voru að vísu til allt frá sögu- öld, jafnvel landnámsöld, en það virð- ist ekki algengt að orðið hreppur væri notað um sveitir, a.m.k. á Héraði. Þeir báru önnur nöfn í daglegu tali, t.d. sveit, sókn, þing eða þá forliðinn einn svo sem enn tíðkast, t.d. Vellir en ekki Vall(n)ahreppur. Þetta tíðk- ast enn eins og allir vita. Nú mætti víkja að orðinu þing og þinghá. Orðið þinghá virðist sam- kvæmt orðabókum eingöngu tákna svæði sem þing takmarkast við. Þing er mun margræðara, en getur þó haft sömu merkingu og þinghá, táknað landsvæði sem hefur sér þing (lög- sagnarumdæmi, sýsla, hreppur. Sbr. t.d. „þjóðkunn þingin Eiða“ í Héraðs- vísu Stefáns Ólafssonar, þar sem það táknar hreppshluta). Einnig getur það táknað kirkjusókn og er sennilega í þeirri merkingu hjá Stefáni skáldi. Orðið Vellir er hreint náttúrunafn og sveitarheitið kennt við Vallanes og Egilsstaðanes, og hver veit nema í því felist líka Finnsstaðanes í Eiðaþinghá og Eyjar og blár í Hjaltastaðaþinghá, enda þótt slíkir „vellir" séu sumir fullblautir til að geta kallast svo þurr- lendislegu nafni, en væri samt sem áður svo, væru náttúrunöfn komin á allt Héraðið. Ekki er fullkunnugt um hve hreppar eru gamlar félagslegar stofnanir, en þeir eru sem áður sagði taldir komnir á stofn á söguöld, jafnvel á landnáms- öld. Hinn stóri Vallnahreppur vekur mikla furðu. Hann nær yfir fjórar kirkjusóknir (Hallormsstaðar, Valla- ness, Eiða og Hjaltastaðar), um 75 km á lengd (kort) og býli 60-70, en út úr þessum hreppi innan til skagar Skrið- dalshreppur sennilega með heldur innan við 20 býli að fornu og klýfur afréttarlönd Vallahrepps, ein sókn. Þetta bendir til að hreppar hafi ekki myndast með félagslegum og skipu- legum hætti, heldur til þess að höfð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.