Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 121
MÚLAÞING
119
sagnfræðingur, en eins og margir aðrir
hef eg velt þessu fyrir mér á stundum.
Aðrar sveitir á Fljótsdalshéraði
bera náttúrunöfn: Vellir (og Skógar
sveitarhluti), Fljótsdalur, Jökul(s-
(ár?))dalur, Hlíð (einnig Jökulsár-
hlíð), Tunga (Hróarstunga), Fell,
Skrið(u)dalur. Auk þess Eiðaþinghá,
sem vafalaust er kennd við höfuðbólið
gamla, Eiða, en þar eru eiði sterk ein-
kenni í landslagi, landræmur sem
ganga út í Eiðavatn (eldra nafn
Fiskivatn) og liggja á milli vatnsins og
Lagarfljóts. Þessi eiði eru einnig mikil
einkenni á jörðinni Gröf, sem var
hjáleiga frá Eiðum. Hins vegar ein-
kennist sveitin ekki að öðru leyti af
þessu náttúrufyrirbæri og er því, sem
áður sagði, trúlega kennd við býlið
eins og Hjaltastaðaþinghá er kennd
við Hjaltastað.
Hjalta- virðist aftur á móti ekki vera
náttúrunafn eftir orðsifjabókinni nýju
að dæma, heldur mannsnafn eða
tákna hjalt á sverði.
Annað og eldra nafn á Hjaltastaða-
þinghá er sem kunnugt er Útmanna-
sveit, en það nafn var fyrr á öldum
notað um stærra svæði á Héraði og
verður síðar vikið að því. Einnig má
nefna að stöku sinnum bregður fyrir
nafninu Eiðamannaþinghá.
Öruggt er það og alkunnugt að á
austursíðu Héraðs var fram um 1700
einn hreppur — að Skriðdal undan-
teknum — og nefndist Vallnahreppur.
Þó er ekki víst að hreppurinn hafi
nokkurn tíma verið nefndur svo.
Hreppar voru að vísu til allt frá sögu-
öld, jafnvel landnámsöld, en það virð-
ist ekki algengt að orðið hreppur væri
notað um sveitir, a.m.k. á Héraði.
Þeir báru önnur nöfn í daglegu tali,
t.d. sveit, sókn, þing eða þá forliðinn
einn svo sem enn tíðkast, t.d. Vellir
en ekki Vall(n)ahreppur. Þetta tíðk-
ast enn eins og allir vita.
Nú mætti víkja að orðinu þing og
þinghá. Orðið þinghá virðist sam-
kvæmt orðabókum eingöngu tákna
svæði sem þing takmarkast við. Þing
er mun margræðara, en getur þó haft
sömu merkingu og þinghá, táknað
landsvæði sem hefur sér þing (lög-
sagnarumdæmi, sýsla, hreppur. Sbr.
t.d. „þjóðkunn þingin Eiða“ í Héraðs-
vísu Stefáns Ólafssonar, þar sem það
táknar hreppshluta). Einnig getur það
táknað kirkjusókn og er sennilega í
þeirri merkingu hjá Stefáni skáldi.
Orðið Vellir er hreint náttúrunafn
og sveitarheitið kennt við Vallanes og
Egilsstaðanes, og hver veit nema í því
felist líka Finnsstaðanes í Eiðaþinghá
og Eyjar og blár í Hjaltastaðaþinghá,
enda þótt slíkir „vellir" séu sumir
fullblautir til að geta kallast svo þurr-
lendislegu nafni, en væri samt sem
áður svo, væru náttúrunöfn komin á
allt Héraðið.
Ekki er fullkunnugt um hve hreppar
eru gamlar félagslegar stofnanir, en
þeir eru sem áður sagði taldir komnir
á stofn á söguöld, jafnvel á landnáms-
öld. Hinn stóri Vallnahreppur vekur
mikla furðu. Hann nær yfir fjórar
kirkjusóknir (Hallormsstaðar, Valla-
ness, Eiða og Hjaltastaðar), um 75 km
á lengd (kort) og býli 60-70, en út úr
þessum hreppi innan til skagar Skrið-
dalshreppur sennilega með heldur
innan við 20 býli að fornu og klýfur
afréttarlönd Vallahrepps, ein sókn.
Þetta bendir til að hreppar hafi ekki
myndast með félagslegum og skipu-
legum hætti, heldur til þess að höfð-