Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 122

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 122
120 MÚLAÞING ingjar hafi hrifsað þá saman með eigin metnað að leiðarljósi. Sama máli gegnir um Jökuldals- og Hlíðarhrepp, engin smáræðis vegalengd frá Ketils- stöðum í Hlíð upp að Aðalbóli og Brú og norður í Möðrudal og Víðidal. — Einhver óljós vitneskja er um að Fell hafi ekki um alla tíð verið sérstakur hreppur, heldur hvarflað á milli Fljótsdals- og Tunguhrepps, sbr. Sögu sveitarstjórnar I, 113. Verkefni hreppstjóra voru æði- mörg, m.a. framfærslumál, fjallskil, vegabætur, skikkun á fólki margvísleg og löggæsla. í flestum hreppum var þingstaður þar sem sýslumaður kom á árlegri yfirreið, hélt manntalsþing þar sem hann innheimti skatta og tók fyrir lögskipuð mál. Allir gildir bændur skyldu sækja þessi þing og fleiri, t.d. hreppamót tvisvar til þrisvar á ári, þar sem þeir töldu fram og tíund var á lögð. í Vallnahreppi hefur þetta ekki verið sem auðveldast. Þingstaður var á Egilsstöðum, en þaðan er um 30 km leið (loftlína) inn að Gilsá á Fljótsdalsmörkum og um 45 km út á Héraðssanda, og í rauninni lengri leið en tölur þessar gefa til kynna um veg- leysur og króka vegna landshátta. Þetta hefur því verið erfið þingsókn til stjórnsýslu, t.d. ef hreppstjóri sat uppi í Skógum eða utarlega í Hjalta- staðaþinghá. Hann ásamt prestum þurfti að fylgjast með högum almenn- ings, t.d. ráðstöfun þurfalinga, fjall- göngum, grenjaleitum, innheimtum í sveitarsjóð og lagfæringum á vegum. Hreppstjórar gátu að vísu verið fleiri en einn í hreppi, og hefur svo ef til vill verið í Vallnahreppi. Hreppurinn skiptist í fjórar sóknir, sem áður var nefnt, og prestum voru ætluð viss afskipti af sveitarmálefnum, a.m.k. er tímar liðu, að því leyti sem viðkom fræðslu og högum barna og eins að bera friðarorð milli manna. Þeirra starfssvið var náttúrlega tak- markað við sóknir. Trúlega hafa fleiri stjórnsýslustörf hvílt á þeim, en önnur verið í lausu lofti og gengið fyrir sig eftir rótgrónum venjum. Þess er getið í Sögu sveitarstjórnar (I, 113) að skipting hreppsins hafi verið gerð að tilmælum „starfandi presta á svæðinu og annarra íbúa þar, sem töldu hrepp- inn of víðáttumikinn.“ Árið 1699 heimilar lögrétta þrí- skiptingu hreppsins, en þó er manntalið 1703 gert í einu lagi fyrir allt svæðið. Ef til vill hefur skiptingin tekið nokkur ár, og í Sögu sveitar- stjórnar (I, 113) er getið um að mann- talsþing væri háð „að Hjaltastað á síð- ari hluta 17. aldar, t.d. hinn 23. maí 1683.“ Og enn beinist athyglin að Héraðsvísu sr. Stefáns. Hann til- greinir þinghárnar eins og um sérstök sveitarfélög sé að ræða, þingin Eiða og Utmannasveit, en vísan er gerð sem fyrr segir áður en Vallnahreppur skiptist (á 17. öld). Svo virðist sem farið sé að líta á Vallnahrepp sem þrjár fullgildar sveitir nokkru eða löngu fyrr. Vísan er líklega ort á Vallanesárum Stefáns 1648 til dd. 1688. Þó gæti verið að hann hafi gert hana fyrr í föðurgarði á Kirkjubæ. í manntalinu 1703 kallast hreppar í Norður- og Mið-Múlasýslu þingsókn- ir, Vallnahreppur nefnist „Hjalta- staða- og Egilsstaða þingsóknir.“ Þingstaðir ytri hreppanna úr Vallna- hreppi forna hafa verið Hjaltastaður og Eiðar, en þó vafasamt með Eiða og reyndar líklegt að hrepparnir séu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.