Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 127
MÚLAÞING
125
mikil fyrir sér og skapstór, einkum þó
hún. Bjarni átti kjömmótta tík er
hann kallaði Hettu. Einu sinni var
hann að borða og setti matarask sinn
með leifum sínum á pallinn fyrir
Hettu. í því kemur Gunnhildur inn,
heldur ferðmikil og velti askinum um
koll. Pá segir Bjarni: „Hettu fórst
betur en þér, hún sté yfir askinn, en
þú ruddir honum um koll, bölvuð
merin.“ Gunnhildur lét ekki sitt
minna og sagði: „Stattu aldrei nema í
víti, Bjarni.“
Einhverju sinni var Bjarni að lesa í
Vídalínspostillu og logaði heldur illa.
Þá kom fyrir í lestrinum að Bjarni las:
„Jesú rak út“---, en þá þurfti að gera
að ljósinu, svo hann kallar upp og
segir: „Skaraðu ljósið, Gunnhildur, eg
sé ekki hvern djöfulinn hann rekur.“
Frá þeim Bjarna og Gunnhildi eru
ættir á Austurlandi og hennar nafn í
það minnsta enn í ættinni.
Eiríkur Jónsson spaki eða lydda.
Eiríkur hét maður Jónsson. Minnir
mig hann vera á Fljótsdalshéraði, sér-
staklega í Tungu og Eiðaþinghá um
miðbik 19. aldar, og var við búhokur á
Fljótsbakka í Eiðaþinghá 1850-1860.
Gróa hét kona hans. Eiríkur var lítil-
menni að atgjörvi til sálar og líkama,
en meinleysismaður, var þó töluvert
drjúgur í orði og fann til sín, var hann
af sumum kallaður „spaki“ eða
„lydda“.
Þegar Bergvin prestur Þorbergsson
kom að Eiðum 1839 grennslaðist hann
mjög nákvæmlega eftir uppfræðslu
sóknarmanna sinna, fór á hvern bæ á
vetrum og lét flesta lesa á bók og
marga barnalærdóm sinn, og gekk ríkt
eftir að engir slyppu óhúsvitjaðir. Þá
átti Eiríkur heima á Fljótsbakka sem
er næsti bær við Eiða. Lítur svo út sem
honum hafi ekki verið annt um að
prestur húsvitjaði sig, því hann njósn-
aði nær hans væri von að Fljótsbakka,
og fór þá foksnemma að morgninum í
aðra sveit, og var það hægurinn hjá,
ekki nema yfir Lagarfljót að fara.
Hafði Eiríkur þannig sloppið við
húsvitjun í tvo vetur. Þriðja veturinn
fær hann pata af því að prests sé von á
næsta degi, og hugsar sér enn sem fyrr
að sleppa. Fer á fætur um morguninn
með birtingu, en er hann opnar bæjar-
dyrnar þá stendur séra Bergvin á hlað-
inu og býður honum góðan dag Eiríki
sínum. Var þá ekkert undanfæri. Lét
prestur þau lesa saman Salnýju Ein-
arsdóttur Jónssonar í Mýrnesi, og var
hún hálfu skárri en Eiríkur og hló að
honum þar að auki, en ekki húsvitjaði
hann þau oftar.
Mjög er þéttbýlt kringum Fljóts-
bakka og stutt til næstu bæja, Eiða,
Snjóholts og Breiðavaðs. Milli Fljóts-
bakka og Breiðavaðs er tjörn lítil,
nefnd Hringtjörn, og hátt holt þar hjá,
Hringtjarnarhöfði.
Eiríkur og Gróa munu hafa haft
einhvern part úr Fljótsbakka. Þau
voru barnlaus og mjög fátæk, en Gróa
var miklu meiri verkmaður að sínu
leyti en Eiríkur. Það besta var að
þeim kom vel saman og voru vel
ánægð hvort með annað. Einhverju
sinni að sumartíma vantaði af ánum.
Fór Eiríkur að leita, kom svo aftur að
nokkrum tíma liðnum, móður og más-
andi, en ærlaus. Gróa spyr hvað hann
hafi gengið. Karl strauk skallánn og
segir: „Eg gekk inn og suður úr öllum