Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 127

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 127
MÚLAÞING 125 mikil fyrir sér og skapstór, einkum þó hún. Bjarni átti kjömmótta tík er hann kallaði Hettu. Einu sinni var hann að borða og setti matarask sinn með leifum sínum á pallinn fyrir Hettu. í því kemur Gunnhildur inn, heldur ferðmikil og velti askinum um koll. Pá segir Bjarni: „Hettu fórst betur en þér, hún sté yfir askinn, en þú ruddir honum um koll, bölvuð merin.“ Gunnhildur lét ekki sitt minna og sagði: „Stattu aldrei nema í víti, Bjarni.“ Einhverju sinni var Bjarni að lesa í Vídalínspostillu og logaði heldur illa. Þá kom fyrir í lestrinum að Bjarni las: „Jesú rak út“---, en þá þurfti að gera að ljósinu, svo hann kallar upp og segir: „Skaraðu ljósið, Gunnhildur, eg sé ekki hvern djöfulinn hann rekur.“ Frá þeim Bjarna og Gunnhildi eru ættir á Austurlandi og hennar nafn í það minnsta enn í ættinni. Eiríkur Jónsson spaki eða lydda. Eiríkur hét maður Jónsson. Minnir mig hann vera á Fljótsdalshéraði, sér- staklega í Tungu og Eiðaþinghá um miðbik 19. aldar, og var við búhokur á Fljótsbakka í Eiðaþinghá 1850-1860. Gróa hét kona hans. Eiríkur var lítil- menni að atgjörvi til sálar og líkama, en meinleysismaður, var þó töluvert drjúgur í orði og fann til sín, var hann af sumum kallaður „spaki“ eða „lydda“. Þegar Bergvin prestur Þorbergsson kom að Eiðum 1839 grennslaðist hann mjög nákvæmlega eftir uppfræðslu sóknarmanna sinna, fór á hvern bæ á vetrum og lét flesta lesa á bók og marga barnalærdóm sinn, og gekk ríkt eftir að engir slyppu óhúsvitjaðir. Þá átti Eiríkur heima á Fljótsbakka sem er næsti bær við Eiða. Lítur svo út sem honum hafi ekki verið annt um að prestur húsvitjaði sig, því hann njósn- aði nær hans væri von að Fljótsbakka, og fór þá foksnemma að morgninum í aðra sveit, og var það hægurinn hjá, ekki nema yfir Lagarfljót að fara. Hafði Eiríkur þannig sloppið við húsvitjun í tvo vetur. Þriðja veturinn fær hann pata af því að prests sé von á næsta degi, og hugsar sér enn sem fyrr að sleppa. Fer á fætur um morguninn með birtingu, en er hann opnar bæjar- dyrnar þá stendur séra Bergvin á hlað- inu og býður honum góðan dag Eiríki sínum. Var þá ekkert undanfæri. Lét prestur þau lesa saman Salnýju Ein- arsdóttur Jónssonar í Mýrnesi, og var hún hálfu skárri en Eiríkur og hló að honum þar að auki, en ekki húsvitjaði hann þau oftar. Mjög er þéttbýlt kringum Fljóts- bakka og stutt til næstu bæja, Eiða, Snjóholts og Breiðavaðs. Milli Fljóts- bakka og Breiðavaðs er tjörn lítil, nefnd Hringtjörn, og hátt holt þar hjá, Hringtjarnarhöfði. Eiríkur og Gróa munu hafa haft einhvern part úr Fljótsbakka. Þau voru barnlaus og mjög fátæk, en Gróa var miklu meiri verkmaður að sínu leyti en Eiríkur. Það besta var að þeim kom vel saman og voru vel ánægð hvort með annað. Einhverju sinni að sumartíma vantaði af ánum. Fór Eiríkur að leita, kom svo aftur að nokkrum tíma liðnum, móður og más- andi, en ærlaus. Gróa spyr hvað hann hafi gengið. Karl strauk skallánn og segir: „Eg gekk inn og suður úr öllum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.