Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 128

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 128
126 MÚLAÞING karga, askrjúkandi og hringinn í kringum Hringtjarnarhöfuðið." Þegar þau fóru að eldast, Eiríkur og Gróa, komust þau ekki af án sveitar- styrks. Var það sem oftar að reki- stefna varð um það hvar þau væru sveitlæg. Loksins fundu hreppstjór- arnir það út að þau hefðu verið fimm ár í Hlíðarhreppi á þeim tíma er það nægði til að vinna sér sveit sem nefnt var. Var Eiríkur drjúgur yfir því og komst svo að orði er hann var að segja einhverjum frá þessu: „Pað er nú loks- ins orðið uppvíst, að við Grói kona mín eigum fimm ára fororning á Jök- uldals- og Hlíðarhreppi.“ Gróa fer svo upp á Jökuldal á hrepp sinn og dó þar. Var þá Eiríki, sem var kyrr eftir austur á Héraðinu, gjört aðvart um dauða konu sinnar, ef hann vildi vera við jarðarförina, og sagði hann svo seinna við einhvern er minntist á þetta við hann: „Ojæja — eg fór hvergi, en eg gjörði Jökuldælingum boð að þeir skyldu gjöra útför Grói konu minnar heiðarlega.“ Það er haft eftir Eiríki, „þó eg sé einfaldur og ólesinn, þá þarf enginn maður að láta sér detta í hug að inn- prenta mér það að æðrdúnsfjórðung- urinn og blýfjórðungur séu jafnþung- ir. Nei, það er öðru nær, dúnninn, sem er laufléttur, en blýskrattinn óhrærandi.“ Ágúst Blöndal í síðasta hefti Múlaþings (17) er mynd á bls. 85 í sýslunefndarsögu Helga Gíslasonar. Á myndinni er maður með síma við eyra og Var óþekktur þegar heftið var prentað. Nú hafa komið upplýsingar frá Theódóri Blöndal á Seyðisfirði um að maðurinn sé Ágúst Blöndal sýsluskrifari í sýslu- mannstíð Jóhannesar Jóhannessonar. Myndin er tekin fljótlega eftir að Ari Arnalds tók við sýslunni 1919. Leiðrétting við 16. hefti Neðri myndin á bls. 158 er hliðöfug. Á myndinni er fólk talið frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Óskar Guð- mundsson, Guðrún Björnsdóttir, þá ónafngreint barn og til hægri Allan Magnússon. Leiðréttingar við 17. hefti Glöggur lesandi hefur bent mér á tvær talnaprentvillur í heftinu: Bls. 82 neðan við greinaskil á miðri síðu: „Árið 1884 var ferja sett á Fljótið hjá Litla-Steinsvaði, endur- nýjuð 1986.“ Hér á að standa 1886. Bls. 131: „Tvöföld talsímalína með fjögurra mm járnþræði, Norðfjörður, Asknes í Mjóafirði, 15.000 km.“ Hér er að sjálfsögðu um 15 km að ræða. Bls. 140: Talan „5“ í 13. línu að neðan á að hverfa og orðasamband að veraþannig: „járnhjól með skúffum“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.