Jökull


Jökull - 01.12.1959, Side 24

Jökull - 01.12.1959, Side 24
JÓHANNES ÁSKELSSON: Skeiðarárhlaupið og umbrotin í Grímsvötnum 1945 i. Það, sem hér segir frá Skeiðarárhlaupi og um- brotum í Grímsvötnum 1945, er að langmestu leyti tekið eftir dagbók minni frá þessum tíma. Að nokkru leyti er þó stuðzt við fregnir af at- burðunum í dagblöðunum, Morgunblaðinu og Visi. Þar sem aðrar heimildir eru notaðar, er þeirra getið jafnóðum. Haft er eftir Hannesi Jónssyni á Núpsstað, að óvenjulega mikilla breytinga hafi orðið vart á Skeiðarárjökli sumarið 1945. Hafði jökullinn hækkað sums staðar til muna, og inni á jökli hafði gætt meiri hreyfinga en áður að jafnaði. Þá varð það, um miðjan júlí, sem Hannes hvorki man sjálfur eftir, að hafi áður gerzt, né heldur að hann hafi heyrt getið, að Sigurðar- fitjaálar hurfu úr útfalli sínu. Er um tvennt að ræða, annaðhvort hafi þeir fengið nýtt útfall á sandinum eða rennsli þeirra hafi þorrið með öllu. Þess er einnig getið, að foráttuvöxtur hafi verið í Núpsvötnum lengst af sumri, en sá vöxt- ur er talinn geta hafa stafað af mikilli tirkomu og hita á jöklinum. Skarphéðinn Jóhannsson, sem undanfarandi sumur hafði ásamt ferða- félögum sínum farið urn Vatnajökul, varð sum arið 1945 var við stórfelldar breytingar á Gríms- vötnum frá sumrinu áður. Telur Skarphéðinn, að botn Grímsvatnadals hafi hækkað allt að 20 m. Hiti var áberandi við hamravegginn að sunnan, og „ólgaði þar og sauð á stóru svæði,“ en sumarið áður bar ekki á neinum umbrotum á þeim stað. Um helgina 16. september er Hannes á Núps- stað í póstferð austur í Oræfum. Er honum þá fylgt frá Skaptafelli á jökli út fyrir Skeiðará. Var þá mikill vöxtur í ánni og nokkur umbrot við titfall hennar. Um þessa helgi virðist áin hafa tekið símann. Enn mun þó engum hafa dottið í hug hlaup. Mánudaginn 17. september vex Skeiðará jafnt og þétt, og leggur nú af henni megna jökulfýlu. Hélzt þessi megna jökulfýla af ánni næstu daga þrátt fyrir rigningu og súld hvern dag. Jökulfýlu má oft finna í Oræfum og Fljótshverfi i norðanátt og þurrviðri, en í slíku 22 votviðri sem þarna var þessa dagana finnst hún ekki, nema eitthvað sé um að vera í jökl- inurn. Þessa viku óx Skeiðará jafnt og þétt, og laug- ardaginn 22. september telur Oddur Magnús- son í Skaptafelli, að „geysimikið vatnsflóð“ sé komið í ána, ferfalt venjulegt sumarvatnsmagn, og enginn vafi leiki á, að um hlaup sé að ræða. Laugardaginn 22. september flugu nokkrir menn úr Reykjavík, þ. á. m. Pálmi Hannesson og Steinþór Sigurðsson, í björtu og bezta veðri inn yfir jökulinn og hlaupsvæðið. Þeir sögðu ekki miklar breytingar á Grimsvatnasvæðinu, sáu þar þó nokkrar nýjar sprungur og mikla gufustróka. Þeir töldu líklegt, að jökullinn væri farinn að síga í Grímsvatnakvosinni, en fráleitt að gos væri hafið. Skeiðará braut jökul- inn við aðalútfallið, og hún hafði sópað símalín- unni burt á alllöngum spöl. Mánudaginn 24. september bárust fregnir úr Fljótshverfi um, að áin hefði minnkað um nótt- ina, eyrar hafi komið upp, sem verið höfðu í kafi daginn áður. Hannes á Núpsstað telur, að þetta geti eins vel stafað af því, að rennslið hafi breytzt, áin hafi tekið að renna meir en áður í austasta álinn. Kemur þetta heirn við at- huganir Helga Arasonar á Fagurhólsmýri. í skeyti frá honum 25. september segir, að Skeið- ará hafi vaxið „bæði í nótt og fyrri nótt.“ 1 sama skeyti segir enn fremur, að hlaup þetta sé meira en hlaupin 1939 og 1941, en hins vegar sé um smáhlaup að ræða í samanburði við venjuleg stórhlaup. Mikið féll á málrna þennan dag i Öræfutn og hvítmáluð bæjarþil í Skapta- felli dökknuðu. Þriðjudaginn 25. september. Skeiðará fer vax- andi. Sigurður Jónsson og Steinþór Sigurðsson flugu austur. Þeir telja, að hlaupið hafi aukizt rnikið frá því á sunnudag. Miðvikudaginn 26. september. Skeiðará hefur fjarað um helming frá því daginn áður; um kvöldið er í henni álíka og mesta sumarvatn. Þennan dag fljúga þeir inn yfir Grímsvötn Pálmi Hannesson og Guðmundur Kjartansson og sjá þá, að Grímsvötn hafa tekið miklum

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.