Jökull


Jökull - 01.12.1959, Page 25

Jökull - 01.12.1959, Page 25
stakkaskiptum síðan á laugardaginn næst á undan. Allur dalbotninn hafði sigið og umturn- azt, en mest var raskið að sjá vestast í dalnum. Á fimmtudagskvöld er talið venjulegt sumar- vatnsmagn í Skeiðará (þ. e. hásumarvatnsmagn), og um helgina á eftir er áin riðin. Skeiðará braut jökulinn, einkum við aðalút- fallið. Tíu til tólf metra háir ísjakar bárust nokkur hundruð metra fram á sandinn, og smærri jakar flutu langt suður fyrir Skaftafell (P. Hannesson, 1958). Austur við Skeiðará slitn- aði símalínan á tveggja km breiðu svæði og auk þess á nokkrum kafla vestar á sandinum þar, sem minni háttar útföll komu, einkum úr eldri framrennslum. Allmikill reki flaut af fjöru. Milli gosa í Grímsvötnum og venjulegra stór- hlaupa í Skeiðará, sem þeim eru samfara, hafa liðið að jafnaði 10—12 ár, en eftir gosið 1934 hafa færri ár liðið á milli lilaupa og þau verið að sama skapi vatnsminni en venjuleg stórhlaup (sjá S. Þórarinsson, 1953). Hlaupið 1945, sem eins og áður er sagt er eitt af þeim minni, hag- ar sér þó mjög líkt og um stærra hlaup væri að ræða. Eftir þeim beztu upplýsingum, sem fáan- legar eru af liátterni árinnar hlaupdagana, vex hún jafnt og þétt í nokkra daga og liefur fer- faldað hásumarsvatnsmagn sitt á sjötta degi, frá því að hlaupvöxturinn liófst. Næstu daga færist vöxturinn i aukana, unz hámarki er náð á tíunda degi hlaupsins. Þá hrapar svo að segja allur vöxtur úr ánni á einum sól- arhring og honum tæpurn. Sé gerður saman- burður á þessu hlaupi og stórhlaupinu 1934 (J. Áskelsson, 1935) er aðalmunurinn fólginn í því, að þá var vöxturinn miklu örari. Á sjötta degi hlaupsins hafði vatnsmagnið tífald- azt miðað við mesta sumarvatnsmagn. Á tíunda degi hlaupsins lauk því. Þetta er hinn venju- legi gangur Skeiðarárhlaupa. Bez't rannsakaða Skeiðarárhlaup til þessa mun vera hlaupið 1954. Sigurjón Rist sat þá austur 1 Skaptafelli og fylgdist nákvæmlega með Skeiðará frá upphafi hlaupsins til enda (S. Rist, 1955). Sigurjón telur heildarvatnsmagn þessa hlaups hafa numið 3,5 km3 ± 20%. Það ér vel kunnugt að ýmsir menn 1 Öræfum og í Fljóts- hverfi, sem þar hafa dvalizt frá barnsaldri, eru allra manna naskastir að kveða á um vatns- magnið í hlaupunum og sumir þeirra minnsta kosti (Rist, loc.cit.) einkenna hlaupin með orð- unum „stórt“, „allstórt", „töluvert" og „lítið“. Þannig telur Ragnar Stefánsson í Skaftafelli, að hlaupið 1954, sem samkvæmt mælingum Sig- urjóns Rist flutti fram í allt 3,5 km3 af vatni, hafi verið „töluvert". Vatnsmagn hlaupsins 1945 reiknuðu þeir Steinþór Sigurðsson og Sig- urður Þórarinsson, og taldist Jreim það myndi hafa verið um 3 km3 (Þórarinsson, 1958). Þessu hlaupi gefur Ragnar Stefánsson einnig einkunn- ina „töluvert" (Rist, loc.cit.). Mínar eigin at- huganir á vatnsmagni jiessa síðarnefnda hlaups, sem að vísu styðjast eingöngu við skýrslur ann- arra, benda til, að þá mundi vel í lagt, þegar vatnsmagn þess er talið 3 km3. Mikið minna getur hlaupið þó ekki hafa verið, því að þá myndi það ekki liafa verið nefnt „töluvert" af kunnugum, heldur „lítið“. II. Jafnskjótt og fréttir bárust um Jtað, að Skeið- ará væri farin að vaxa og líkur væru á hlaupi 1 henni, tjáði ég Pálma Hannessyni, að ég væri reiðubúinn að fara inn að Grímsvötnum og fylgjast með væntanlegum breytingum þar á jöklinum, ef t. d. Náttúrufræðideild Menningar- sjóðs vildi kosta förina. Föstudaginn 21. septém- ber ræddi Pálmi málið við Valtý Stefánsson, formann sjóðsins, og að því samtali loknu var förin ákveðin. Ég hafði þegar tryggt mér ferða- félaga, þrjá alvana jöklafara og dugnaðar- drengi, þá Alfreð Karlsson, Egil Kristbjörns- son og Friðþjóf Hraundal. Voru þeir allir fús- ir til farar. Hins vegar gekk mér ekki eins fljótt að tryggja mér flutning úr byggð og inn að jökli. Þó var aldrei hætt við ferðina. Kvittur um það hefur verið af völdum einhvers misskilnings, sem mér er ókunnugt um (Pálmi Hannesson, 1958). Þegar ég loks var öruggur um, að Guðlaugur Ólafsson á Blómsturvöllum, mundi flytja okk- ur og liafurtask okkar inn að jökulrönd, gekk heimanbúnaður okkar greitt. Hinn alkunni ferðagarpur, Guðmundur Jónasson, ók okkur austur í Fljótshverfi. Var farið héðan frá Reykjavík kl. 11 fimmtudaginn 27. september og komið að Kálfafelli laust fyrir kl. 11 um kvöldið. Þar fengum við að sofa í samkomu- húsinu. Ferðin austur gekk í alla staði að ósk- um. Við áðum á þremur stöðum, Selfossi, Vík og Iíirkjubæjarklaustri. Bíllinn „Maja“ var að sönnu ekki ýkja stór, en furðurúmgóður og traustur og bílstjórinn hinn öruggasti. Um kvöldið hafði ég tal af Guðlaugi og var ákveðið að hann kæmi kl. 7 að morgni með liestana. 23

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.