Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1959, Qupperneq 30

Jökull - 01.12.1959, Qupperneq 30
4. mynd. Séð norður og austur yfir sigspilduna. Sigveggurinn að norðan. — A view towards NE. The black elevation is the northern rim of the subsided area. — Photo J. Askelsson. 1935a, 1935b), og það er einnig eindregið álit Sigurðar Þórarinssonar (Þórarinsson, 1958), að jarðhita gæti látlaust undir niðri á Grímsvatna- svæðinu. Jarðhiti þessi bræðir jökulinn milli gosanna í Grímsvötnum, og þaðan kemur að minnsta kosti sumt af vatninu í Skeiðará, þegar hún hleypur. Nákvæmlega verður ekki sagt hve mikið vatn hefur tæmzt úr Grlmsvötnum við Skeiðarárhlaup það, sem hér um ræðir, en þó má fá um það nokkurt hugboð. Við gerum ráð fyrir, að sigið samsvari vatnsmagninu. Yfirborð hinnar signu spildu, sem við athuguðum, var þvi sem næst sporöskjulagað, þar sem annar ás sporbaugsins er tveir km hinn fjórir km. Flatar- mál spildunnar verður þá 6.28 km2. Eins og að framan getur mældist okkur, að sigið næmi 105 metrum. Yfirborð sigspildunnar var rétt og hallalaust. Af því má ætla að dýpi þess vatns, sem fram hefur flætt, hafi verið mikið til jafnt alls staðar. Hnjótar þeir eða ójöfnur á vatnsbotninum, sem áður er getið að brotið hafi ísinn, þegar hann seig á þær, draga eitthvað úr dýpinu. Sé reiknað með hundrað rnetra djúpu vatni, hefur vatnsmagnið, sem flotið hef- ur frarn úr þessu sigi numið 0.63 km3. Pálmi Hannesson getur þess (Hannesson, loc. cit.), að norður frá austurencla Svíahnúka hafi þeir séð úr flugvélinni signa spildu, um 700 m i þvermál. Pálmi nefnir ekki, hve miklu þetta sig nemi, hann segir aðeins að spilda þessi hafi sigið „allmikið“. Af orðalaginu má ráða, að Pálmi telur þetta sig vart eins mikið og aðal- sigið vestar í Grímsvatnadal, sem hann hefur rétt áður lýst og áætlað um 100 m. Ef gert er samt sem áður ráð fyrir, að þarna hafi sigið ámóta og á aðalsigsvæðinu, eða um 100 m, ætti vatnsmagnið, sem samsvarar þessu sigi að nema um 0,04 km3, og samkvæmt því ætti vatns- magnið, sem flæddi fram úr Grímsvatnakvosinni við umrætt Skeiðarárhlaup, að hafa numið alls 0.67 km3. Þess var getið hér að framan, að vatnsmagnið í Skeiðarárhlaupinu hefði numið allt að 3 km3. En af þeim tölum, sem tilgreindar eru hér að ofan, verður ljóst, að það vatnsmagn getur ekki allt verið komið úr Grímsvatnadal. Eftir þeim útreikningi, sem hér er tilfærður, ætti vart meira en þriðjungur hlaupvatnsins að vera þaðan kominn. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvað- an það vatn, sem á vantar, er komið. Þegar leitað er svars við þeirri spurningu er eðlilegt, að hin óvenju mikla úrkoma, sem var á jöklinum meðan hlaupið stóð yfir, komi í huga manns. — En bein áhrif úrkomunnar hljóta 28

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.