Jökull - 01.12.1959, Síða 33
Göngin í Hrútárjökli 25. júní 1954. — The portal of the englacial tunnel of Hrútárjökull.
Photo Flosi Björnsson.
sept. Hin göngin entust lengur. Þau, sem voru
næst hellinum, voru þó fallin að mestu árið
eftir og hin nokkru síðar, enda veðruðust þau
fljótlega, eftir að þau opnuðust í báða enda,
og er þetta svæði nú jökullaust.
Um göngin frá í sumar er flest líkt, þó að
þau séu öðruvísi í lögun. Þau eru nokkru
austar, um 100—150 m vestur frá Ærfjalls-
rönd. Hrútá rann þarna veturinn 1957—1958
og eitthvað fram á síðastliðinn vetur (1958
—59). Þau mældust 257 m löng. Þau eru nokkuð
jafnhá og veggir og loft tiltölulega regluleg (þó
ekki bókstaflega sem á uppdr.). Gólfið er þakið
grjóti og möl og hallar h. u. b. um 1—2 gráður,
innst 2°—3°. I miðjum göngunum sést þó jök-
ull í botni og er vafalaust alls staðar undir, því
að göngin opnast ekki út að aurunum, heldur
er jökull framan við þau, a. m. k. 9—10 m
þykkur.
Þakið er nokkuð flatt, en ekki eins slétt og í
fyrri göngunum (þar sem þau voru flöt). Innst
fara göngin jafnlækkandi unz þau lokast, —
þakið nemur við gólfið. Framan til, þar sem
útiloftsins gætir meira, er þakið meira skeifu-
laga (að fremsta horninu).
Veggir eru nokkuð misháir, þannig að skipt-
ast á hærri veggur og lægri andspænis. Sést víð-
ast greinilega, hvar þak og veggir mætast, en
þar, sem göngin eru víðust, flá þeir þó í fram-
haldi af þakinu, sérstaklega austan megin.
Einhver lagskipting virðist köma í Ijós víða
ofan til í veggjum eða þar, sem þak og veggir
mætast, sums staðar eru þar smáskot út yfir
veggina í framhaldi af þakinu. Jökullinn er þó
álíka þéttur í sér alls staðar. Jökullinn er að.
mestu hreinn og hvítur inni í göngunum, þó
að utan sé hann aurborinn.
I haust og í vetur er þakið orðið óreglulegra,
því að það sígur smátt og smátt, einkum þar sem
göngin eru víðust, 1 miðju. Þar sem veggir eru
misháir, sígur það, einkum þeirn megin sem
lægri veggurinn er, og veggirnir mislagast nokk-
uð líka, síga inn að ofanverðu sums staðar.
Nálægt miðjum göngum hefur hæðin frá gólfi
31