Jökull


Jökull - 01.12.1959, Page 43

Jökull - 01.12.1959, Page 43
HaustferS á Vatnajökul 1959 An autumn-excursion to Vatnajökull 19.59 FARARSTJÓRI: MAGNÚS JÓHANNSON Lagt var upp frá Rvík laugardaginn 12. sept. kl. 07 og ekið sem leið liggur til Jökulheima. Þar var fyrir flokkur mælingamanna undir stjórn Steingríms Pálssonar. Fögnuðu þeir okk- ur af mikilli rausn. — Þessir tóku þátt í Vatna- jökulsförinni: Magnús Jóhannsson Stefán Bjarnason Jóhannes Briem Örn Garðarsson Hörður Frímannsson Halldór Ólafsson Valur Jóhannesson Hanna Brynjólfsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Ásta Faaberg Gunnar Guðmundsson ók vísilnum Kralia Ólafur Nielsen ók vísilnum Gosa. Sunnud. 13. sept. Guðmundur Jónasson, sem fylgdi okkur í Jökulheima, fór suður yfir Tungná til þess að kanna leið á jökulinn. Virt- ist hún greiðfær, eftir því sem vænta má að haustlagi. — Á nieðan vann Stefán Bjarnason og fleiri að byggingu náðhúss í Jökulheimum. Sak- ir annríkis gat Guðmundur ekki farið á jökul- inn og kvaddi okkur með trega um miðjan dag og hélt heimleiðis. Mánud. 14. sept. var risið árla úr rekkju í Jökulheimum, og kl. 08.20 var lagt á jökulinn. Gekk ferðin greiðlega, ])ótt víða þyrfti að krækja fyrir sprungusvæði. Kl. 14.45 vorum við komin að hjarnmörkum í h. u.b. 1150 m hæð og 16 km inn á jökul. Veður var bjart og gott, en þokuslæðingur gekk yfir með köflum. Þegar kom- ið var í stefnulínu milli Pálsfjalls og Kerlinga, var hafin leit að „þrífæti" sem þar var settur um vorið til snjómælinga. Kl. 17.05 fundurn við þrífótinn í 1260 m hæð samkv. hæðarmæli okkar (rétt: 1280 m). Frá snjó að hólk á þrífæti voru 3.33 m eða 1.16 m meira en 27. júlí. Alls hafði snjór lækkað'um 281 tm við þrífótinn síðan 23. júní. Síðan var haldið áfram í stefnu á Grímsvötn í góðu færi og veðri. Var brátt gripið til skíð- anna og hangið aftan í bílunum. Skammt vest- ur af Grímsfjalli skall yfir niðdimmur þoku- ruðningur, sem tafði ferðina, og urðum við að „þreifa“ okkur áfram, en fundum þó Vestri- Svíahnúk með sóma og þræddum síðan beztu leið milli hnúkanna, þótt varla sæjust handa- skil fyrir þokumyrkri. I skálann á Grímsfjalli komum við kl. 22.00. Þriðjud. 15. sept. Vöknuðum snemma í björtu og fögru veðri. Jökullinn virtist hafa lækkað, því að Hamarinn ber mun hærra yfir jökul- brúnina en áður. Kverkfjöll sýnast einnig óvenjulega há og fögur. Við afréðum að nota góðviðrið og höldum af stað þangað um há- degi. í Grímsvatnaskarði stendur snjómælinga- þrífótur frá vorinu. Frá snjó upp að hólk mæld- ust 235 cm, en var 200 cm 30. maí í vor. Er þetta furðulítil leysing yfir sumarið. — Er við höfðum ekið 25 km frá Grímsfjalli urðu fyrir okkur „rústir“ af tjaldbúðum Sig. Þórarinsson- ar og félaga frá vorinu. — Norðan við Brúðar- bungu ókum við eftir mjóum hálsi með stór- um sprungum á báða vegu. Þar féll á dimm þoka, og urðum við að nerna staðar og bíða, unz henni létti. Kl. 19 rofar til og við höldum upp á Kverkfjallabunguna. Þegar sést til Hveradals, ber fyrir augu nýlunda. Austan við Hveradal, Jtar sem áður var jökulbunga með sprunguhalla til Hveradals og stóru ketilsigi, er nú komin stór gígskál og jökulbungan fallin niður. Skál- in var 400—500 m í þvermál og skilin frá Hvera- dal af 60—80 m breiðum hjarnrima. Fyrir nótt- ina tjölduðum við á melkolli norður af riman- um. Miðvikud. 16. sept. N-gola, 6 st. hiti, gott veður. Lagt upp til að kanna gígskálina. Barm- ar hennar voru sprungnir og allferlegir, en á 41

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.