Jökull


Jökull - 01.12.1959, Síða 53

Jökull - 01.12.1959, Síða 53
Bréf til Jökuls Letters to the EcLitor. GENGIÐ Á ÖRÆFAJÖKUL. Sá sem fyrstur gekk á Oræfajökul, að því er menn vita, var Sveinn Pálsson læknir. Fór hann frá Kvískerjum 11. ágúst 1794 og komst upp á Hnapp. Með honum voru tveir fylgdarmenn, en annar þeirra fór þó ekki alla leið. í þessari för datt Sveini í hug skýring á hreyfingum skrið- jökla og eðli jökulíssins. — Sennilega liefur Sveinn gengið upp á austasta „hnappinn“ á Oræfajökli, eins og Flosi Björns- son á Kvískerjum hefur leitt sterk rök að í grein sinni: í slóð Sveins Pálssonar (JÖKULL 1957, 37-39. bls.) Norskur landmælingamaður, Hans Frisak, mun hafa gengið fyrstur allra á Hvannadals- hnúk 19. júlí 1813. Jón Arnason hreppstjóri á Fagurhólsmýri fylgdi honum, og sennilega hafa þeir lagt upp þaðan. Þ. Thoroddsen segir þetta hafa verið hina mestu glæfraför. „Otal jökul- sprungur urðu á vegi þeirra og lá snjór yfir mörgum þeirra, svo þar var hin mesta mann- hætta yfir að fara. Þeim tókst þó með varúð að fikra sig áfram og krækja milli sprungna með þvi að reyna alls staðar fyrir sér með brodd- stöfum, en jökulgangan stóð yfir í 13 klst. Örð- ugast var að komast upp á efsta hnúkinn (Hvannadalshnúk). Þar urðu þeir að höggva 86 þrep í ísinn til þess að komast upp." Sagt er að Gísli Gíslason, bóndi á Fagurhóls- mýri, hafi eitt sinn gengið upp á Hnapp (Sögn Skarphéðins Gíslasonar, Vagnsstöðum). F. W. W. Howell gekk á Öræfajökul 1890 og komst þá við illan leik upp á Hnapp; ætlaði á Hvannadalshntik, en varð frá að hverfa (mest vegna lasleika og illviðris). Árið eftir kom hann aftur og komst þá á Hvannadalshnúk. Schierbeck, danskur læknir, gekk á Hvanna- dalshnúk 1898 (Þjóðólfur). Landmælingamenn dvöldust við mælingar á Öræfajökli sumarið 1904, frá því unr miðjan júní, og höfðust þar við í sex vikur. Fyrirliði þeirra var J. P. Ivoch, þáverandi premierlauti- nant. Með honum voru þrír menn fyrst í stað, þar af einn úr Öræfum, Þorsteinn Guðmunds- son, Svínafelli. Innan tíðar bættust fleiri mæl- ingamenn í hópinn. Þeir höfðu birgðastöð norð- an við Skaftafellsfjöll, en urðu einnig að sækja vistir öðru hverju til byggða. Fyrst höfðu þeir með sér hest til flutninga, en urðu að fara með hann aftur vegna ófærðar. (Nokkur örnefni á uppdrætti eru eftir mælingaflokk þennan, svo sem Hermannaskarð, Tjaldskarð og Þuríðar- tindur). Sbr. Geografisk Tidskrift 18 .Bd. 1905. Ungmennafélagar úr Öræfum gengu á Hvannadalshnúk (sbr. grein í Skinfaxa eftir Jón Pálsson). Þýzkur prófessor, A. Heusler, gekk á Öræfa- jökul árið 1913. Guðmundur Hlíðdal gekk á Hvannadalshnúk 1916. R. Stuart, enskur aðalsmaður, gekk ásamt nokkrum fylgdarmönnum á Hvannadalshnúk árið 1927. (?) 13. ágúst 1932 gengu Geir Gígja og Pálmi Jósepsson á Hvannadalshnúk. Fóru frá Fagur- hólsmýri kl. 07. Komu á Hvannadalshnúk kl. 12. 15. júlí 1936 gengu þeir Ingólfur ísólfsson, Óskar Þórðarson og Oddur Magnússon í Skafta- felli á Hvannadalshnúk. Fóru frá Sandfelli. 9. ágúst 1936 gengu þrír menn frá Kvískerjum á Öræfajökul, á 2044-metra „hnappinn", austur af Hvannadalshnúk. 3. júlí 1937 gengu þeir Kjartan Ólafsson, bróð- ir hans og Oddur Magnússon í Skaftafelli á Hvannadalshnúk. Lögðu upp frá Sandfelli. 11. júlí 1937 gengu 22 Öræfingar á Hvanna- dalshnúk. Fóru í tveim hópum, frá Kvískerjum og Fagurhólsmýri. 1938, um viku af júlí, gengu þeir Ingólfur Isólfsson og Oddur Magnússon í Skaftafelli á Hvannadalshnúk. Fóru frá Sandfelli. 22. júní 1940 gekk 30 manns úr Öræfum á Öræfajökul. Fóru frá Sandfelli. 14. júlí 1940 gengu tveir menn frá Kvískerj- um upp á jökulbrúnina austan og norðaustan við Hvannadalshnúk, 2020- og 2041-metra „hnappana". 8. ágúst 1940 gengu sjö skátar úr Reykjavík á Hvannadalshnúk. 14. júlí 1942 gekk Ingólfur ísólfsson ásamt fjórum öðrum (þ. á. m. Oddi í Skaftafelli) á Hvannadalshnúk. Fóru frá Sandfelli. Þetta er fráleitt tæmandi skrá yfir göngur á Öræfajökul fram til 1942, og mættu aðrir þar um bæta. Á síðustu árum hefur ferðum mjög fjölgað þangað, einkum eftir að snjóbílar komu til sögunnar. Helgi Arason, Fagurhólsmýri. 51

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.