Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 8

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 8
Vilborg Sigurðardóttir margar erlendar tungur á valdi sínu, en eins og allir vita er það kunnátta og leikni í móðurmálinu það sem úrslitum ræður um gæði þýðinga — og þar var ekki komið að tómum kofanum hjá Jóhönnu. Sjónvarpsþýðingar voru um árabil hennar aðalstarf og hef ég oft heyrt til þess tekið hversu nákvæm og hugkvæm hún var á þeim vettvangi — auk þess sem ég auðvitað fylgdist með því sjálf. Hún var líka óþreytandi að hafa samband við kunnáttumenn í þeim greinum sem henni voru framandi ef eitthvað slíkt bar fyrir í því efni sem hún var að þýða hverju sinni - fugla- fræði, matargerð, verkfræði, stjörnufræði o.s.frv. Þetta taldi hún sjálfsagt mál, henni kom ekki til hugar að fara stystu leiðina, sleppa úr eða giska. Henni féll illa það metnaðar- og kæruleysi sem hefur borið æ meira á síðustu árin varðandi sjónvarps- og kvikmyndaþýðingar og meðal annars kemur fram í vaxandi nánasarhætti í kaupgreiðslum til þýðenda og því fúski sem honum fylgir óhjákvæmilega. Klúðurslegar, smekklausar og rangar þýðingar voru eitur í hennar beinum. Þau Jóhanna, Ólöf Pétursdóttir og Veturliði Guðnason tóku saman árið 2000 og birtu á netinu „Orð í mynd“, alhliða handbók fyrir skjátexta- gerðarmenn og þýðendur myndefnis. Þar er líka rakin saga skjátextans á íslandi. A stofnfundi Bandalags þýðenda og túlka haustið 2004 flutti Jóhanna hugleiðingu um þýðingar sem birtist á öðrum stað í þessu hefti. Jóhanna þýddi nokkrar bækur á sfnum ferli og gerði það auðvitað ágætlega eins og annað. En meistarastykki hennar er þó þýðingin á verki Sörens Kierkegaard Frygt og Bæven sem fékk á íslensku titilinn Uggur og ótti. Sú þýðing var gerð í tengslum við nám í guðfræði við Háskóla íslands sem Jóhanna lagði stund á frá 1996. Ég leyfi mér hér að tilfæra orð Vil- hjálms Árnasonar í eftirmála útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags árið 2000. „Jóhanna hefur lagt sig eftir menningarsögu og trúfræði þess tímabils þegar Kierkegaard skrifaði ritið og nýtt sér þá þekkingu óspart til skilnings á textanum. Niðurstaðan er sú að íslenzka þýðingin er í senn út- hugsuð og læsileg.“ í þessu er ekkert ofsagt og mun það verk lengi halda minningu hennar á lofti. Því miður entist henni ekki aldur til að glíma við fleiri öndvegisverk af sama meiði. Jóhanna varð fyrir þungum áföllum síðustu mánuði lífs síns. Hinn 1. ágúst 2005 lést ástvinur hennar Guðjón Jóhannesson. 16. ágúst lést tryggða- vinur hennar Þorsteinn Gylfason. Hún lést á líknardeild Landspítalans 27. nóvember eftir þungbær veikindi sem hún mætti af ótrúlegu æðruleysi. Blessuð sé minning hennar ævinlega. 6 jfíjrt d .Fíœgdid - TÍmarit þýðenda nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.