Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 53

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 53
Leggur og skel það ekki samt; jeg er hálflofuð, að kalla má; það er fífill í hlaðbrekkunni, eins og þjer vitið, og þegar drengurinn ber okkur út, gullin sín, hefur hann optar enn einu sinni lagt mig niður hjá fíflinum, og þá hefur fífillinn sagt: „Viljið þjer koma til í það?“ og jeg hef þá sagt „já“ svona í huga mínum innanbrjósts, og það álít jeg hálfgildings lofun. En því lofa jeg yður, að jeg skal aldrei gleyma yður“. „Það er nú til nokkurs“ sagði leggurinn, og svo töluðu þau aldrei saman. Daginn eptir kom drengurinn, sá sem átti gullastokkinn, og tekur hann og fer með hann og allt saman út í hlaðbrekku. Þá var sólskin og sunnanvindur, skýskuggar flugu yfir engin, og fífan hneigði sig á mýrinni í hvert sinn og hún dökknaði, og það gekk eins og bárur yfir puntinn á túninu, dalurinn skein allur í grösum og blómum. Skelin lenti hjá fíflinum, eins og vant var, því börn eru opt vanaföst í leikum; hann leit á hana stundarkorn og sagði: „Viltu eiga mig, hróið mitt?“ „Það vil jeg fegin“ sagði skelin. En fífillinn sagði: „Þú færð það nú ekki samt, góðin mín!“ og svo horfði hann aptur í sólina, nærri því eins brosandi og áður. Þá kom sláttumaðurinn með orf og ljá og fór að bera út. Drengurinn varð að flýta sjer burtu með gullin sín, og skelin varð óvart eptir í hlaðvarpanum. „Hvað er orðið af skelinni minni?“ sagði drengurinn; „jeg var með hana úti í varpa, þegar farið var að slá“. En fólkið sagði: „Hún hefur farið í heyið; hún finnst, ef til vill, þegar gefið er kúnum, eða þá í moðinu í vor“. En leggurinn heyrði allt, sem fólkið sagði, og honum sveið það sárt. Hann hugsaði með sjer: „Nú hefur skelin átt fífilinn í heyinu; það er útsjeð um það“. Og því lengur sem hann hugsaði um þetta, því meira sárnaði honum, og það kom til af því, að hann gat ekki fengið skelina sjálfur; svo óx ástin dag frá degi; þetta: að eiga annan, það var svo óbærilegt. Leggurinn lá og kúrði, og vildi feginn geta sofið, en það gat hann ekki, og ekkert nema hugsað um skelina; allt af varð hún fallegri og fallegri; veturinn leið, og svo voru það orðnar fornar ástir; því leggurinn hafði elzt og var nú farinn töluvert að framast; drengurinn hætti einu sinni að ríða honum og fleygði honum út í skot; en ein vinnukonan fann hann og litaði hann fagurgrænan, eins og við þekkjum, og vatt svo upp á hann þráð; og nú fjekk hann bæði embætti og nafnbót, og var kallaður þráðarleggur; það var nú ofurlítill munur! En svo hvarf hann um vorið, og enginn vissi hvað, af honum varð; það var leitað og leitað, af því hann var þráðarleggur, en hann fannst hvergi. Hvað var þá orðið af þessum embættislegg með nafnbót, sem enginn lifandi maður gat fundið? Það skal jeg segja þjer: hann lá úti á haugi; hann hafði óvart verið borinn út í sorpinu. Þar var lítið um dýrðir, gamlir fos/ á Æœaáiá - Til þess þarf skrokk! 5i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.