Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 45
Svona eSa hinsegin H. C. Anderseni — fslenskar þýSingar á œvintýrunum
Lengi hefur verið sagt um H.C. Andersen að hann hafi verið barnalegur
sérvitringur sem skrifaði lítil og sæt ævintýri en hann var í raun ótrúlega
hugaður, metnaðarfullur og marksækinn náungi. Ævintýrin hans fengu
fljótt verðskuldaða viðurkenningu þó ýmsum þætti þau gróf og jafnvel
hættuleg börnum. Reyndar eru mörg ævintýranna ekki síður ætluð
fullorðnum en börnum, en áður hafði Andersen skrifað skáldsögur, leikrit
og ferðasögur. Villy Sorensen bendir á að snemma hafi komið í ljós að
H.C. Andersen var einstaklega næmur og afburða rithöfúndur. Um sjálfan
sig segir Andersen í bréfi frá 1855: „Jeg er som et Vand, Alt bevæger mig,
Alt afspejler sig i mig.“
Rithöfúndurinn Johannes Mollehave sem mikið hefúr skrifað um verk
H.C. Andersens leggur áherslu á ljóðrænan stfl sem einkenni verka hans.
Hann bendir á að stuðlun komi víða fram í ævintýrunum. Eitt dæmi um
stuðlun er úr „Eldfærunum“: „Men dronningen var nu en álog /fone, som
£unne mere end at Æore i &aret“. Hann bendir líka á stuðlun í titlum
ævintýranna eins og: „Ailledbog uden Meder“, „Áéiserens nye £læder“ og
„ 7ante /andpine". Stuðlunina telur Mollehave þó yfirleitt tapast í þýðingu.
Hann segir H.C. Andersen hafa fundið sinn eigin frásagnarstíl í
gegnum ævintýrin þar sem eitt aðaleinkennið er talmálið sem var blátt
áfram og eðlilegt á sínum tíma. Hann notaði ýmiskonar slettur og
upphrópanir úr daglegu tali eins og: „Snik snak“,- „en, to, tre“, og „rap,
rap, rap“. Þetta þótti óvenjulegt en ekki mjög fínt.
Allir sem skrifa um H.C. Andersen leggja áherslu á þetta lifandi talmál
sem sérstakt höfundareinkenni. “Nu skal vi hore“ er kunnugleg setning úr
ævintýrunum sem virkar þannig að sögumaður kemst nær þeim er hlustar,
enda prófaði Andersen ævintýrin með því að lesa fyrir alla sem á hann
vildu hlýða og fann þannig hvernig hann náði best til áheyrenda.
Stíll hans er reyndar oft álitinn, það sem kallað er, óþýðanlegur. Það
hljómar heldur undarlega ef litið er til þess að ævintýri hans eru þær
bókmenntir sem þýddar hafa verið á flest tungumál í veröldinni, næst á
eftir Biblíunni. Ástæður þessa óþýðanleika eru taldar vera meðal annars að
hann sé svo danskur eða jafnvel fjónskur að erfitt sé að koma tungutaki
hans til skila yfir á önnur tungumál og að frásagnarstíll hans einkennist af
næstum ómerkjanlegum blæbrigðum og húmor. Sjálfur sagði H.C. Ander-
sen að húmorinn væri saltið í ævintýrum sínum.
Ævintýri H.C. Andersens hafa víða tekið miklum breytingum í
erlendum þýðingum. Vangaveltur hafa verið um hvort þær breytingar sem
gerðar hafa verið á ævintýrunum, stafi af því að menn þekki betur alþýðu-
ævintýri og reyni því að þröngva ævintýrum hans inn í þeirra kunnuglegu
formúlu.
J%ý?. á JSœýi/iiá. - Til þess þarf skrokk!
43