Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 76

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 76
H. C. Andersen Holgeir danski Til er í Danaveldi gamall kastali sem heitir Krónborg og liggur útvið Eyrar- sund þarsem stóru skipin sigla dag hvern í hundraðatali, bæði ensk, rússnesk og prússnesk; og þau heilsa gamla kastalanum með fallbyssuskotum: „búm!“ og höllin svarar um hæl með fallbyssum: „búm!“ því þannig bjóða fallbyssur „góðan daginn!“ og segja „kærar þakkir!“. - Að vetrinum sigla engin skip; þá er sundið ísi lagt allt uppað strönd Svíþjóðar, en það er eiginlega einsog heill þjóðvegur sem veifar danska fánanum og sænska fánanum, og danskir og sænskir þegnar bjóða hver öðrum „góðan daginn“ og segja „kærar þakkir“, en ekki með fallbyssum, nei, með vinsamlegu handabandi, og annar sækir hveitibrauð og kringlur til hins, afþví framandi fæða bragðast best. En það dýrlegasta við þetta alltsaman er samt gamla Krónborg, og það er undir henni sem Holgeir danski situr í djúpum, myrkum kjallara þangað sem enginn kemur. Hann er klæddur járni og stáli og hvílir höfuðið á kröftugum örmum sínum. Sítt skeggið lafir frammá marmaraborðið þarsem það hefúr vaxið fast. Hann sefúr og lætur sig dreyma, en í draumunum sér hann allt sem á sér stað hér ofanjarðar í Danmörku. Á hverjum aðfangadegi kemur engill Guðs og kunngerir honum að allt sem hann hefúr dreymt sé rétt og hann geti vel sofnað aftur, því Danmörk sé ekki ennþá í neinni verulegri hættu; en steðji hún að, þá muni gamli Holgeir danski rísa á fætur svo borðið klofni þegar hann togi til sín skeggið; síðan gangi hann fram og láti höggin dynja svo heyrist um víða veröld. Allt þetta varðandi Holgeir danska var efnið í því sem gamall afi var að segja sonarsyni sínum, og litli snáðinn vissi að það sem afi sagði var satt. Og meðan öldungurinn sat og sagði frá, telgdi hann stóra tréskurðar- mynd; hún átti að tákna Holgeir danska og festast á skipstrjónu; því afinn gamli var myndskeri, en það er maður sem sker út myndir fyrir fram- stafna skipanna í samræmi við það sem hvert skip er nefnt; og hér hafði hann skorið út Holgeir danska, sem stóð svo spengilegur og stoltur með sitt síða skegg og hélt á breiðu höggsverðinu í annarri hendi, en studdi hinni á danska skjaldarmerkið. 74 áJSf/yÁsá — Tímarit pýðenda nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.