Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 68

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 68
H. C. Andersen „Þú ert búinn að launa mjer það,“ sagði næturgalinn; „jeg sá tár í augum þínum fyrsta skipti sem jeg söng fyrir þig; það er dýrgripur fyrir hjarta söngfuglsins. En farðu nú að sofa, svo þú verðir heilbrigður og hraustur; jeg skal syngja fyrir þig.“ Nú söng næturgalinn, og keisarinn sofnaði sætt og vært, svefninn varð honum svo blíður og vær. Sólin skein inn um gluggann, og þá vaknaði keisarinn; hann var orðinn heilbrigður og hraustur; enginn af þjónunum var hjá honum, því allir hjeldu, að hann væri dáinn; en næturgalinn sat hjá honum enn og söng á greininni fyrir utan gluggann. „Þú mátt aldrei skilja við mig,“ sagði keisarinn; „þú skalt ekki þurfa að syngja optar en þú vilt, og vjelfuglinn mala jeg í mjel.“ „Það máttu ekki gjöra,“ sagði næturgalinn; „hafðu hann hjá þjer eins og áður; hann hefur gjört allt sem hann gat fyrir þig. Jeg get ekki búið í höllinni, en lofaðu mjer að koma, þegar jeg vil; þá ætla jeg að sitja hjerna á greininni og syngja fyrir þig, til þess að þú verðir glaður, en þó hugsandi um leið. Jeg ætla að syngja um þá, sem hamingjusamir eru, og um þá, sem hryggir eru; jeg ætla að syngja um gott og illt, sem er hulið allt í kringum þig; söngfuglarnir litlu fljúga til og frá, til fátæku fiskimannanna og til bóndanna, sem búa fjarri þjer og hirðinni; jeg elska hjarta þitt meira en kórónu þína, og þó er kórónan nokkurs konar helgidómur, jeg skal koma og syngja fyrir þig, en einu verður þú að lofa mjer.“ „Jeg skal gjöra allt fyrir þig,“ sagði keisarinn; hann var kominn í allan keisaraskrúða og lagði nú gullsverðið að hjarta sínu. „Um eitt bið jeg þig“ sagði næturgalinn; „þú mátt engum segja frá því, að dálítill fugl komi til þín og segi þjer frá öllu, þá mun allt fara betur.“ Síðan flaug næturgalinn burtu. Nú komu þjónarnir, til þess að vitja um andaða keisarann, en hann stóð upp á móti þeim, og sagði: „Góðan daginn.“ Gestur Pálsson 66 fáa ri Jföœýdki - Tímarit þýðenda nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.