Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 42

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 42
Jónína Óskarsdóttir Þýðendur ævintýranna H.C. Andersen kemur talsvert við sögu íslendinga í Kaupmannahöfn á nítjándu öld. Jónas Hallgrímsson stældi og staðfærði tvö af ævintýrum hans upp á íslenskar aðstæður en þau birtust í Fjölni árið 1847. Bæði Jónas og Grímur Thomsen skáld voru kunnugir honum og þess síðarnefnda var minnst í ævisögu skáldsins Mit livs eventyr fyrir ritdóm, í Dansk Maanedsskrift árið 1855, sem gladdi mjög hug og hjarta H.C. Andersens. Á eftirfarandi slóð má lesa ritdóminn eins og hann leggur sig: http://www.andersen.sdu.dk/forskning/anmeldelser/anmeldelse.html?aid=566o og ef valið er árið 1855 á eftirfarandi slóð má lesa það sem Andersen sjálfur hafði um ritdóminn að segja: http://www.andersen.sdu.dk/liv/tidstavle. Þarna hefur Johan de Mylius sett ævisögu Andersens upp í tímaröð þar sem auðvelt er að fletta upp bæði stórum og smáum atburðum í ævi skáldsins. Eitt af síðustu verkum Steingríms Thorsteinssonar (1831-1913) skálds og þýðanda, sem líka var samtíðarmaður Andersens í Höfn, var þýðing hans á tæplega 50 af þeim um það bil 156-170 ævintýrum og sögum sem H.C. Andersen samdi. Þýðingin kom út á árunum 1904 og 1908 og hafa ævintýrin verið lesin í þýðingu hans allt fram á síðustu ár. Ýmislegt bendir þó til þess að lestur þeirra fari minnkandi og er ekki ólíklegt að ein ástæðan sé sú að þýðingin er orðin hundrað ára gömul og íslenskt talmál hefur breyst talsvert á þessum tíma. H.C. Andersen skrifaði ævintýrin ekki á hefðbundnu ritmáli, eins og tíðkaðist á hans dögum, heldur á blæbrigðaríku talmáli sem var blátt áfram og líflegt og ekki er ósennilegt að það kalli á örari endurnýjun á þýðingum. Reyndar hafa íslenskir þýðendur verið iðnir við að spreyta sig á að þýða ævintýrin og má þar meðal annarra nefna Pétur Sigurðsson, Atla Magnússon, Guðrúnu Þórarinsdóttur, Gissur Ó. Erlingsson, Brynjólf Bjarnason og Stefán Júlíusson. Þær þýðingar sem koma fram í þessari grein eru, auk þýðingar Steingríms, þýðing Björgúlfs Ólafssonar, Þorsteins frá Hamri á spænskri endursögn og Sigrúnar Árnadóttur. Endurritun ævintýranna í Danmörku Fyrir um það bil fimm árum spratt upp mikil umræða og deilur í Danmörku um ævintýrin. Ástæðan var sú að um nýliðin aldamót gaf rithöfúndurinn Villy Sorensen (1929-2001) út bókina H.C. Andersens Vintereventyr, myndskreytta af teiknimyndasöguhöfundinum Jesper Ejsing, auk ritsafns með sautján endurskrifuðum ævintýrum. Villy Soren- sen réðst í þessa útgáfu sökum þess að hann taldi ekki hjá því komist að 40 á .9jr/y/.)r/ - Tímarit iwðenda nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.