Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 9

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 9
Jóhanna Þráinsdóttir Hugleiðing um þýðingar Mér finnst við hæfi að líta hér til fortíðar og rýna örlítið í afstöðu genginna kollega til iðju sinnar, einkum þeirra sem hafa sjálfir gert grein fyrir henni í forspjalli að verkum sínum. Slíkar greinargerðir sýna að þeim var snemma ljóst við hvaða vanda var þar helst að glíma og renndu hreint ekki blint í sjóinn varðandi aðferðir. Og allt lætur þetta enn harla kunnuglega í eyrum, þótt fræðunum hafi vissulega fleygt fram hvað tækni og greiningu varðar. Einnig má til gamans reyna að geta sér til um hvað fékk þá til að hætta sér út á hina hálu braut þýðinga, svona eftir því sem heimildir leyfa. Þvi að hál er hún, það sýna allar þær deilur sem staðið hafa um þýðingar í gegnum tíðina og hér mun tekið smádæmi um. Elsta heimild sem ég hef rekist á um greinargerð þýðanda fyrir verki sínu er að finna í formála að Síraksbók, sem er ein af apokrýfum bókum Biblíunnar. Hún var samin á hebresku um 180 f. Kr. og þýdd á grísku ca. 132 f. Kr. í forspjallinu segir þýðandinn: „Ég bið yður nú að lesa bókina af velvilja og eftirtekt og taka ekki hart á því þótt misbrestur kunni að virðast á þýðingunni á stöku stað en allan lagði ég mig fram við verkið. En það sem upphaflega var samið á hebresku fær að einhverju leyti aðra merkingu þegar því er snúið á aðra tungu.“ Þýðandinn var sonarsonur höfúndar og því vitaskuld mjög í mun að koma verki afa síns sem best til skila. Um Biblíuþýðingar hefur ævinlega staðið mikill styr og oft á forsendum sem guðfræðingar einir skilja. Síðla á þriðju öld og í byrjun fjórðu aldar e. Kr. deildu þeir Hierónýmus og Agústínus af Hippo hart um Biblíuþýðing- ar hins fyrrnefnda. Okkur nútímaþýðendum gæti þótt ýmis af þeim á- greiningsatriðum léttvæg. Dæmi um það er deila þeirra um hvaða plöntu Drottinn lét spretta yfir Jónas til að hugga hann í bili eftir raunir hans í hvalnum. Hierónýmus hélt þvf fram að það hefði verið bergflétta, Agúst- ínus taldi það hafa verið grasker. Sfðari tíma fræðimenn telja að þeir hafi talið þetta atriði skipta máli varðandi allegóríska túlkun á sögu Jónasar. En fyv-U á - Til þess þarf skrokk! 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.