Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 57

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 57
Þýðingar skólapilta á nítjándu öld Góður guð þrýstir blómunum að hjarta sínu, en það blómið sem honum þykir vænst um kyssir hann, þá fær blómið rödd og syngur með öðrum um hinn eilífa fögnuð. Barnið heyrði það, sem hann talaði einsog í draumi; engillinn sveif yfir varpanum þar sem barnið var vant að tína sóleyarknappa og knýta kerfi um háls sér, og upp í fellshlíðina flaug hann þar sem það hafði átt húsin sín. — Hvaða blóm eigum við nú að taka, sagði engillinn til að gróðursetja á himnum í himnaríki. - En fyrir framan litlu húsin í brekkunni hafði vaxið gullintoppa, en nú hafði hún verið tröðkuð niður og lá þar visin. „Aumingja gullintoppan“! sagði barnið „taktu hana svo hún verði aptur gróðursett í himninum hjá guði.“ Engillinn tók gullintoppuna, og kyssti barnið í staðin, en barnið lauk upp litlu augunum til hálfs. Engillinn tíndi fögru blómin af vellinum og sóleyna, líka tók hann hófblöðkuna sem mennirnir hafa andstigð á og fjalla[...]erkið úr móanum. „Nú höfuð við fengið stóran blómvönd,11 sagði barnið og engillinn játaði því en flaug þá ekki strax til himins. Þetta var um nótt og allt var kyrt, engillinn flaug þá upp yfir fellið og sveif upp til fjallanna háu. Þar var bær einn í dalnum og þangað flaug engillinn, en þar var ekki sem fallegast útlits, baðstofúna var búið að rífa, upp um allan húsagarð lá rofið og sprekið, fram á hlaðinu láu viðirnir og limrusl ofan af þakinu, allt var á tjá og tundri. Inní baðstofutóftinni var fullt af fúasprekum og heyi úr rúmunum, þar voru mórauðir hattagarmar, brotnar sleifar og fatagarmar hvað innan um annað. Engillinn benti á bókarrifrildi nokkurt sem lá í ruslinu, sem fleigt hafði verið, af því það var orðið ólesandi á það. Engillinn sveif niður að bókinni og dróg út úr henni visin maríuvönd, „þenna skulum við taka“ sagði engillinn „jeg skal segja þjer söguna meðan við erum að fljúga!“ Nú flaug engillinn af stað og byrjaði söguna. A þessum bæ og í þessari baðstofu átti fátækur dreingur heima, hann hafði legið í rúminu frá því hann fæddist; Þegar hann var heilsubestur gat hann að eins gengið fram að glugganum og svo var mátturinn þverraður, svo varð að bera hann upp í rúmið aptur. Sólin gat ekki skinið inn um baðstofugluggann nema um hádegisbilið vegna skemnanna á hlaðinu og þegar litli dreingurinn ljet bera sig fram að glugganum í sólskinið og sá rauða blóðið gegnum smáu fingurna þegar hann hjelt hendinni fýrir andlitinu, þá hjet það svo að hann hefði verið úti þenna daginn. Sólaruppkomu og sólarlag hafði hann aldrei séð. — Framhaldið síðar. Arnljótur Ólafsson Jón Þórðarsson B. Sigvaldason [S.] Skúlason á .iSreýsdiá — Til þess þarf skrokk! 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.