Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 28

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 28
Hildur Halldórsdóttir Á þessum árum er danski rithöfundurinn H.C. Andersen (1805-1875) að birta fyrstu ævinfyri sín á prenti. Hann hafði lesið Tieck og var greinilega hrifinn t.d. af ævinfyrinu „Stígvélaði kötturinn“ því hann vísar nokkrum sinnum í Tieck í fyrstu útgefnu bók sinni Fodreise frá 1829. Árið 1835, sama ár og fyrsta tölublað Fjölnis kom út, kom út í Danmörku fyrsta ævinfyraheftið effir H.C. Andersen. Hann nefndi það Eventyr fortalt for Born (Johan de Mylius 1993: bls. 45). Jónas var einmitt þá í námi í Kaupmannahöfn og er því ekki ólíklegt að hann hafi fylgst með útgáfu á verkum Andersens nokkuð snemma og lesið þau. Ekki er samt hægt að sjá að þeir hafi hist. Þann 11. nóvember 1843 kom út Nye Eventyr, 1. Samling, og þar má finna „Kjærestefolkene“ eða „Toppen og Bolden“ eins og ævinfyrið er stundum kallað (Johan de Mylius 1993: bls. 67). Fyrsta þýðing á verki eftir H.C. Andersen, sem vitað er um á íslensku, er „Leggur og skel“ Jónasar Hallgrímssonar (1807—1845). Þegar farið er að fyna í þann texta er skyldleikinn við „Kjærestefolkene", sem Andersen er talinn hafa skrifað haustið 1843, augljós (Eventyr 1997: bls. 174). Þetta ævinfyri Jónasar birtist fyrst í tímaritinu Fjölni árið 1847 eftir dauða Jónasar. Samkvæmt bók Páls Valssonar Jónas Hallgrímsson. Ævisaga var Jónas Hallgrímsson í Danmörku frá 1832—1839 og aftur 1842—1845 er hann lést (1999: bls. 77 og 369). Jónas bjó í Kaupmannahöfn mestan hluta þessa tíma. En frá sumri 1843 til vors 1844 bjó Jónas hjá Japetus Steenstrup náttúrufræðingi í Soro á Sjálandi. Ekki er að sjá að þeir Andersen hafi hist í Soro þótt lesa megi í yfirliti um ævi þeirra að báðir hafi verið á staðnum sumarið 1843. Andersen er í Soro 23. júní til 27. júní og hittir bæði skáldin Ingemann og Hauch (Johan de Mylius 1993: bls. 67). En bréf Jónasar sýna að hann var ennþá í Kaupmannahöfn þann 14/7 1843, sbr. bréf til Jóns Sigurðssonar (Bréf og dagbækur 1989: bls. 156). Jónas nefnir í bréfi til Páls Melsteðs yngri, sem hann skrifar í Soro 27. september 1843 og birtist í Bréf og dagbækur, að hann gangi til Hauchs og Ingemanns til að tala við þá sér til fróðleiks og skemmtunar. Hvað þar var spjallað er ekki gott að vita, en væntanlega um bækur og menningu (1989: bls. 158). Umfjöllun um „Kjærestefolkene“ og „Legg og skel“ Um ævinfyrið „Kjærestefolkene“ skrifar rithöfundurinn og presturinn Johannes Mollehave í formála sínum að H.CAndersens Eventyr og Historier. Kímnin yfirgnæfir harmleikinn því athafnirnar eru bundnar hlutunum en ekki fólkinu. En persónugervingin er einföld. Það sést auðveldlega hver hún er þessi einmana skopparakringla, sem hefur verið gyllt og 26 á .JSr/yrdsá — Ti'marit pvdenda nr. 9 / 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.