Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 28

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 28
Hildur Halldórsdóttir Á þessum árum er danski rithöfundurinn H.C. Andersen (1805-1875) að birta fyrstu ævinfyri sín á prenti. Hann hafði lesið Tieck og var greinilega hrifinn t.d. af ævinfyrinu „Stígvélaði kötturinn“ því hann vísar nokkrum sinnum í Tieck í fyrstu útgefnu bók sinni Fodreise frá 1829. Árið 1835, sama ár og fyrsta tölublað Fjölnis kom út, kom út í Danmörku fyrsta ævinfyraheftið effir H.C. Andersen. Hann nefndi það Eventyr fortalt for Born (Johan de Mylius 1993: bls. 45). Jónas var einmitt þá í námi í Kaupmannahöfn og er því ekki ólíklegt að hann hafi fylgst með útgáfu á verkum Andersens nokkuð snemma og lesið þau. Ekki er samt hægt að sjá að þeir hafi hist. Þann 11. nóvember 1843 kom út Nye Eventyr, 1. Samling, og þar má finna „Kjærestefolkene“ eða „Toppen og Bolden“ eins og ævinfyrið er stundum kallað (Johan de Mylius 1993: bls. 67). Fyrsta þýðing á verki eftir H.C. Andersen, sem vitað er um á íslensku, er „Leggur og skel“ Jónasar Hallgrímssonar (1807—1845). Þegar farið er að fyna í þann texta er skyldleikinn við „Kjærestefolkene", sem Andersen er talinn hafa skrifað haustið 1843, augljós (Eventyr 1997: bls. 174). Þetta ævinfyri Jónasar birtist fyrst í tímaritinu Fjölni árið 1847 eftir dauða Jónasar. Samkvæmt bók Páls Valssonar Jónas Hallgrímsson. Ævisaga var Jónas Hallgrímsson í Danmörku frá 1832—1839 og aftur 1842—1845 er hann lést (1999: bls. 77 og 369). Jónas bjó í Kaupmannahöfn mestan hluta þessa tíma. En frá sumri 1843 til vors 1844 bjó Jónas hjá Japetus Steenstrup náttúrufræðingi í Soro á Sjálandi. Ekki er að sjá að þeir Andersen hafi hist í Soro þótt lesa megi í yfirliti um ævi þeirra að báðir hafi verið á staðnum sumarið 1843. Andersen er í Soro 23. júní til 27. júní og hittir bæði skáldin Ingemann og Hauch (Johan de Mylius 1993: bls. 67). En bréf Jónasar sýna að hann var ennþá í Kaupmannahöfn þann 14/7 1843, sbr. bréf til Jóns Sigurðssonar (Bréf og dagbækur 1989: bls. 156). Jónas nefnir í bréfi til Páls Melsteðs yngri, sem hann skrifar í Soro 27. september 1843 og birtist í Bréf og dagbækur, að hann gangi til Hauchs og Ingemanns til að tala við þá sér til fróðleiks og skemmtunar. Hvað þar var spjallað er ekki gott að vita, en væntanlega um bækur og menningu (1989: bls. 158). Umfjöllun um „Kjærestefolkene“ og „Legg og skel“ Um ævinfyrið „Kjærestefolkene“ skrifar rithöfundurinn og presturinn Johannes Mollehave í formála sínum að H.CAndersens Eventyr og Historier. Kímnin yfirgnæfir harmleikinn því athafnirnar eru bundnar hlutunum en ekki fólkinu. En persónugervingin er einföld. Það sést auðveldlega hver hún er þessi einmana skopparakringla, sem hefur verið gyllt og 26 á .JSr/yrdsá — Ti'marit pvdenda nr. 9 / 2005

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.