Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 71
Stökkgellurnar
En nú var það stökkið sem um var að tefla. Flóin stökk svo hátt að
enginn gat séð það, og þá var því haldið fram að hún hefði alls ekki
stokkið, sem var nú frekar lúalegt.
Engisprettan stökk ekki nema hálfa hæð á við flóna, en hún stökk beint
uppí opið geðið á kónginum, og þá sagði hann að það væri ógeðslegt.
Stökkgæsin stóð lengi grafkyrr og hugsaði sig um; undir lokin héldu
menn að hún gæti alls ekki stokkið.
„Bara að henni hafi ekki orðið illt!“ sagði hirðhundurinn, og svo nasaði
hann aftur af henni: Rútsj! Og litla skinnið tók skástökk rakleiðis í kjöltu
prinsins, sem sat á lágum gullskemli.
Þá sagði kóngurinn: „Hæsta stökk er að stökkva upp til sonar míns, því
það er fínast, en slíkt dettur manni ekki í hug nema maður sé gæddur
góðri greind, og stökkgæsin hefur sýnt að hún er greind. Hún hefúr bein
í enninu.“
Og þannig hreppti hún prinsinn.
„Eg stökk þó hæst!“ sagði flóin. „En það kemur útá eitt! Látum hann
bara eignast þetta leikfang úr gæsabeini sem hoppar og skoppar með hjálp
pinna sem festur er við band með biki! Eg stökk hæst, en í þessum heimi
þarf maður að hafa skrokk til að sjást!“
Og síðan réð flóin sig í vist erlendis, og segir sagan að þar hafi henni
verið ofgert.
Engisprettan settist útí skurð og hugleiddi hvernig hlutirnir gengju fyrir
sig í henni versu, og hún sagði líka: „Til þess þarf skrokk! Til þess þarf
skrokk!“ Og síðan söng hún sitt eigið mæðulega kvæði, og það er úr því
sem við fengum þessa sögu, sem gæti svosem verið afbakaður tilbúningur,
jafnvel þó hún sé komin á prent.
Áfrummálinu nefnist ævintýrið„Spririgfyrene".
Sigurður A. Magnússon íslenskaði.
ff'ári á, Áför/yAs/ - Til þess þarf skrokk!
69