Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 13

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 13
Hugleiðing um þýðingar djöfullega. Þetta er eins og þú sérð ónýtt og ekki nema tilraunin ein; því hvernig get ég látið nokkurn í útleggingu finna þennan helga hroll sem fer um mann þegar maður les það á frummálinu?" Að lokum skal hér minnst á annan danskan þýðanda. Þar ber einkum tvennt til. Formálinn að verki hans er mjög ítarlegur. Auk þess notar hann þar tækifærið til að rakka niður þýðingar tveggja kollega á sama verki; Hugleiðingum Markúsar Árelíusar, þess merka Rómarkeisara. Frummálið var gríska, en á tímum Markúsar var talið að heimspeki yrði ekki komið til skila óbrenglaðri á öðrum tungum. Fyrri þýðingarnar dönsku eru báðar frá 19. öld, hans eigin frá árinu 1929. f fyrrnefndum formála segir hann að sá kollega sem á vaðið reið hafi sett eigið mark á þýðinguna með umfangsríkum skýringum, dæmigerðum fyr- ir siðbótarmann í anda skynsemistrúar. Flins vegar vanti mikið á að þýð- ingin sé textafræðilega rétt. Þar hafi síðari þýðandinn þó bætt um betur, þótt ekki sé þýðingin gallalaus. Helsta gallann telur hann að hún sé of kór- rétt. Þýðandi reyni of mikið að slípa málið til að fella það að því sem teljist góður og gegn danskur stíll. En þar með þurrki hann út öll höfundar- einkenni eins og ástríðu, angurværð, beiskju og þrá; hann geri höfundinn að réttum og sléttum háskólafyrirlesara. „Maður getur þýtt svo rétt,“ segir hinn gagnrýni þýðandi, „að þýðingin verður röng.“ Að hans dómi hefur þýðandi uppfyllt skyldu sína þegar hann þýðir frumtextann á þann hátt sem höfundur hefði líklega skrifað, hefði hann skrifað á markmálinu. Þar á hann við það sem nú kallast að ná fram jafngildi texta. A því prófi telur hann báða fyrri þýðendur falla svo rækilega að Markús Arelíus hefði varla kannast við sjálfan sig í meðförum þeirra. Sá fyrri geri hann að góðum og gegnum skynsemistrúarmanni. í meðförum hins verði hann að snyrtilegum háskólafyrirlesara sem þylur upp haglega mótaðar móralskar hugleiðingar fyrir menntaða áheyrendur. Sjálfur segist hann hafa náð því að gefa sanna mynd af höfundi og boðskap hans með því að fara afar frjálslega með textann. Þar hafi hann þó ætíð tekið fullt tillit til þess að höfundur var uppi á annarri öld e. Kr. og hugsunarháttur hans og lífskoðanir því gjörólíkt því sem tíðkast á 20. öld. Hann segir tilgang sinn með þýðingunni hafa verið að gefa dönskum lesendum innsýn í hugsunarhátt Stóumanna, sem hafi ekki aðeins tekið öðrum fram sakir andríkis heldur og göfuglyndis. Göfuglyndi er þó ekki það fyrsta sem manni dettur í hug við lestur hans eigin formála. Þau þýðingarvandamál sem hér hefur verið tæpt á eiga það flest sam- eiginlegt að vera enn í brennidepli. Ekki síst hvað varðar hið vandasama samspil höfundar og þýðanda eða hvernig þýðandi fer að því að gefa sem sannasta mynd af höfundi og texta hans. Sem er í raun enn flóknara mál á — Til þess þarf skrokk! 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.