Jón á Bægisá - 01.12.2005, Blaðsíða 54
Jónas Hallgrímsson
íleppar og skóvörp og annað þaðan af verra. Leggurinn gaut hornauga til
þessa samsafnaðar, og sagði eins og von var: „Jú jú! jeg er fallega settur
innan um allan þennan hroða!“ En svo sjer hann skel, ef svo mætti kalla,
kolmórauða og skörðótta, og gott ef ekki rifna, og það var sama skelin, sem
árinu áður hafði legið í sólskininu frammi í varpa, og ætlað sjer að eiga
fífilinn, og farið í heyið.
„Fegin verð jeg“ sagði skelin, „að einhver kemur hjer, sem talandi er við.
Komið þjer sælir!“ sagði hún, og virti legginn fyrir sjer; „jeg er í rauninni
úr sjó og rekin á fjöru og hef verið forfrömuð; kaupmaðurinn hefur fundið
mig sjálfur og borðað úr mjer fiskinn, og jeg hef komið á meir enn einn
postulíns-disk; nú er það ekki á mjer að sjá; jeg var rjett komin að því að
eignast fífil; en svo var slegið túnið, og jeg lenti í heyinu, og svo í moðinu
og fjóshaugnum, og var borin á völl og borin af aptur, þegar hreinsað var;
það er löng bið, eins og þjer skiljið, fyrir unga stúlku“. En leggurinn
svaraði engu; hann var að hugsa um unnustu sína, sem verið hafði; og eptir
því, sem hann heyrði skelina tala lengur, sá hann allt af betur og betur, að
þetta væri sama skelin og sje nú þar komin.
Þá kom vinnukonan að kasta úr sorptrogi. „Hjer er þá leggurinn minn“
sagði hún, og svo tók hún hann upp og bar hann inn í bæ; og hann var
allur þveginn og þótti fallegur enn, og varð aptur þráðarleggur og var
geymdur lengi, og bólan sat allt af í endanum á honum, sem drengurinn
hafði rekið í; en skeljarinnar er ekki getið, og leggurinn nefndi hana aldrei
á nafn. Ástin fyrnist, þegar unnustan hefur farið í moðið og fjóshauginn,
og verið borin á völl; maður þekkir hana ekki aptur, þegar maður rekst á
hana í sorpinu.
52
á — TIMARIT ÞÝÐENDA NR. 9 / 2005