Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 82
Denise Levertov
Tré segir frá Orfeifi
Hvít dögun. Kyrrð. Þegar kliðurinn hófst
hélt ég það væri hafgolan, komin í dalinn með ávæning
af salti, af auðum sjónhring. En þokan hvíta
bærðist ekki; blöð systkina minna teygðu enn úr sér,
án þess að blakta.
Samt kom kliðurinn nær - og innan skamms
tók ystu greinum mínum að svíða, hér um bil eins og
bál hefði verið kveikt undir þeim of nærri og endasprotar
þeirra væru að þorna og verpast.
Þó hræddist ég ekki, var bara
vel á verði.
Eg varð fyrst til að koma auga á hann, því ég óx
úti í haga í brekkunni ofan við skóginn.
Hann virtist vera maður: tveir
stofnar sem hreyfðust, stuttur bolur, tveir
armar greina, sveigjanlegir, hver með fimm blaðlausum
sprotum yst á endunum
og höfuð sem krýnt var brúnu eða gullnu grasi,
ásjónan ekki eins og goggur fugls,
heldur líkari blómi.
Hann var með byrði gerða úr
skorinni grein sem græn hafði verið sveigð
og vínviðartágar strengdar um hana þvera.
Þaðan - þegar hann snerti hana, og frá rödd hans
sem ólíkt raust vindsins þurfti ekki á laufi okkar
og greinun að halda að magna hljóðið,
þaðan kom kliðurinn.
En það var ekki lengur kliður (hann hafði færst nær og
stansað í skugga mínum) heldur bylgja sem baðaði mig
80
á .LBœyáá - Tímarit þýðenda nr. io / 2006