Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 83
Tré segirjrá Orfeifi
eins og regn
hefði risið að neðan og um mig allt
en ekki fallið af himnum ofan.
Og það sem ég fann var ekki framar þurr sviði:
ég virtist syngja með honum, ég virtist kunna
það sem lævirkinn kann; allur safi minn
steig í átt til sólar sem nú var risin,
dalalæðan var að gufa upp, grasið
að þorna, samt fann ég rætur mínar vökvast músík
djúpt niðri í jörð.
Og enn kom hann nær, hann hallaði sér að bol mér:
börkur minn titraði eins og feimið lauf.
Músík! Hver sproti sem á mér óx
skalf af fögnuði og ótta.
Og þegar hann söng
voru það ekki einungis hljómar sem mynduðu músík:
Hann mælti, og ég hlustaði sem aldrei áður, og tungumálið
smaug inn í rætur mér
utan úr moldinni
og inn í börk mér
utan úr loftinu,
allt inn í gropur minna yngstu laufa
milt eins og dögg
og ég skildi hvert einasta orð sem hann söng.
Hann sagði af ferðum
og hvert sól og tungl fara meðan við hímum í myrkri,
frá för o’n í jörð, sem hann dreymdi hann færi einhvern daginn
dýpra en rætur ná ...
Hann sagði frá draumum mannsins, orrustum, ástríðum, sorgum,
og ég, sem er tré, skildi hvert orð - æ, mér virtist
sem þykkur börkur minn væri að springa eins og sproti
sem vex of fljótt að vori
þegar síðfrostið særir hann.
Hann söng eldi,
sem trén óttast, en ég, sem er tré, fagnaði í logum hans.
Nýir angar skutust út úr mér þótt hásumar væri.
Eins og lýran hans (nú vissi ég nafnið)
væri bæði frost og funi, þannig loguðu strengir hennar
á Æay/<já - í dag heyra sönggyðjurnar til m'n
8i