Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 85
Tré segir frd Orfeifi
brjótast sjálf
upp úr
djúpum sínum.
Það hefði mátt ætla að við misstum af hljómnum í lýrunni,
af söngnum,
svo stríð voru hljóðin í storminum, þó að það hreyfði ekki
vind nema þytinn
af greinum okkar, sem bærðust, og bolum sem klufu loftið.
En músíkin!
Músíkin hreif okkur.
Klunnalega,
hrasandi um eigin rætur,
svöruðum við með
skrjáfi í laufúm,
við hreyfðumst, við eltum.
Við eltum dag þann allan um lautir og hæðir.
Við lærðum að dansa,
því hann dokaði við þar sem grundin var flöt,
og orð sem hann mælti
kenndi okkur að stökkva og liðast inn og út
og kringum hvert annað svo sem háttur lýrunnar bauð.
Söngvarinn
hló uns hann grét, svo glaður var hann að sjá okkur.
Um sólsetur
komum við á þennan stað sem ég stend á, þennan hól
með fornum lundi sem þá var ekki annað en gras.
I síðustu skímu þess dags varð söngur hans
kveðja.
Hann sefaði þrá okkar.
Hann söng okkar sólþurru rætur á ný o’n í jörð
og vökvaði náttlöngu regni af músík svo hljóðri
að við lá
við næmum hana ekki
í niðadimmunni.
I dögun var hann á bak og burt.
Við höfum staðið hér síðan,
líf okkar nýtt.
Við höfum beðið.
Hann snýr ekki aftur.
á ./frTýráá. - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
83