Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 95
Á hdlum ís - Ijóðrœn skautahlaup
til hliðsjónar eða þýddu uppúr henni. Það átti til dæmis við um kínverska
ljóðskáldið og þýðandann Dong Jiping sem á árunum 1995-98 þýddi 226
ljóð eftir 37 skáld og gaf út í safnriti sem nefndist Tíminn og vatnið — íslensk
nútímaljóðlist. Don Jiping hafði verið á starfsönninni í Iowa 1993 og komist
í tæri við The Postivar Poetry oflceland. Fyrir milligöngu Ólafs Egilssonar
sendiherra hafði hann samband við mig og fékk leyfi til að nota þýðingar
mínar og bað mig að senda sér þýðingar á verkum yngri skálda. Svo vel
vildi til að árið 1994 hafði komið út í Lundúnum sýnisbókin Brushstrokes
of Blue með þýðingum á 50 ljóðum eftir 8 yngri skáld sem við Bernard
Scudder og David McDuffhöfðum snarað. Þá bók sendi ég honum ásamt
enskum þýðingum á ljóðum Jónasar Þorbjarnarsonar. Þannig varð til
fyrsta sýnisbók íslenskrar ljóðlistar á kínversku með kápumynd af Steini
Steinarr. Hjálmar W.Hannesson sendiherra samdi formála, en ég skrifaði
inngang um ljóðlist á Islandi.
I framhaldi af þýðingum fyrir Brushstrokes ofBlue þýddi ég ljóð Lindu
Vilhjálmsdóttur fyrir tvítyngda kverið Mona Lisa sem kom út í Lundúnum
1993 með 15 ljóðum. Ennfremur þýddi ég 14 ljóð eftir Lindu og 10 ljóð
eftir Baldur Óskarsson sem prentuð voru í tveimur litlum heftum 1999 í
sambandi við alþjóðlega ljóðlistarhátíð í Rotterdam.
Enn mætti halda áfram að fjalla um ljóðaþýðingar í safnritum í Rúss-
landi, Úkraínu, Lettlandi, Búlgaríu, Indlandi, Belgíu, Danmörku, Noregi
og Svíþjóð, en nú mun nóg fjasað að sinni og því sagt amen eftir efninu.
jflePl á .ýdayÁ-js/ - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
93