Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 98
Ricardo Herren
skóginn voru bragðbeiskir dvergpálmar sem þeir fundu á leið sinni og felldu
en það fór illa með vopnin því bolirnir voru svo harðir að sverðin hrukku í
tvennt hvert af öðru.
Nú virtist svo komið að foringinn Vascuna gæti ekki gengið öllu lengra.
En menn hans ákváðu að sýna langlundargeð og halda kyrru fyrir þann
dag og sjá hvort hann hresstist. Þegar degi tók að halla bundu þeir upp
hengirúmin, lögðust til svefns og reyndu að harka af sér hungrið og við-
bjóðslegt beiskjubragðið af dvergpálmunum.
Jafnskjótt og eldaði á ný sagði Vascuna: „Piltar, höldum héðan.“ En
veruleikinn var óskunum og viljanum yfirsterkari. Þegar menn hans bjugg-
ust til ferðar settist hann upp í hengirúminu en gat sig hvergi hrært. Ekki
vildi hann þó játa sig sigraðan og sló því út síðasta spili sínu.
Hann kallaði mennina til sín og sagði: „Herrar mínir og bræður. Allir vit-
ið þið vilja minn en nú kemst líkaminn hvergi. Eg bið ykkur í Guðs ástríka
nafni að bíða til morguns með mér, því ég set traust mitt á að herrann veiti
mér heilsu til að halda áfram með ykkur.“
„Og félagar hans biðu með honum þennan dag, þann næsta og einnig
hinn þriðja. Að þeim liðnum var ekki fleiri dvergpálma að hafa né annað
til matar. Sáu þeir þá ekki annan kost en leggja hart að honum að halda
göngunni áfram, þótt ekki væri nema spölkorn dag hvern, því þá fyndu
þeir dvergpálma og það annað sem Guð gæfi þeim til matar, en hér sæi
hann mætavel að enga slíka væri að finna og þeir yrðu allir hungurmorða.
Þetta kvaðst foringinn ekki megna, svo sem rétt var og satt. Og enn biðu
þeir heilan dag. Þegar ekkert fannst matarkyns og dró af mönnunum,
báru þeir sig upp við hann og kröfðust þess að hann héldi áfram en yrði
ella skilinn eftir. Þeir væru tilneyddir, líkt og hann sjálfur hafði skilið
eftir þá sem ófærir voru til gangs og myndi einnig skilja við þá sjálfa gætu
þeir ekki gengið. Og þeir báðu hann fyrirgefningar, að sýna miskunn, því
dveldu þeir áfram gætu þeir hvorki læknað hann né komist hjá hungur-
dauða.“5
Vascuna skynjaði að síðasta stund hans var runnin upp og virtist fela sig
örlögunum á vald. Hann kvað þá hafa á réttu að standa og valdi einn þeirra,
Juan Portillo, til foringja í sinn stað og bað mennina að hlýða honum „því
hann var ráðvandur og maður reyndur“.
Riffilskyttan Cristóbal Martín og þjónn hans, Francisco, ásamt her-
manninum Gaspar de Ojeda, sem allir voru sjúkir, urðu eftir hjá Vascuna,
og fáeinir indíánar sem voru í þjónustu þeirra.
Flokkurinn hélt af stað og var kominn fáeina kílómetra áleiðis þegar
mennirnir urðu þess varir að engin eldfæri voru í för. Portillo sendi tvo
5 Sama rit.
96
d - fí/yydjá- - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006