Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 101

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 101
Tójralaknirinn Francisco Martín að innfæddir myndu birtast morguninn eftir ásamt fjölda stríðsindíána og drepa þá alla. Var það ekki einmitt á þessum slóðum sem innfæddir höfðu fyrirkomið þremur Spánverjum úr flokki Vascuna nokkrum vikum fyrr? Smám saman lét meirihluti Spánverjanna sannfærast um að óskynsamlegt væri að álykta að frumbyggjar gætu verið góðlyndir og örlátir, færir um að leggja á sig erfiði til þess eins að afla matar fyrir þá kristnu, án þess að illt byggi þar undir. Þeir töldu líklegt að sjálfir hefðu þeir komið indíánunum að óvörum og þeir gert sér upp góðvilja með það fyrir augum að drepa þá við betra tækifæri. Forsprakki hópsins lagði til „að binda indíánana sjö og hafa þá sem matföng á ferðalaginu, til þess að þeir sem von var á dræpu ekki þá sjálfa og legðu sér til munns“.9 Varla hafði hann sleppt orðinu en þeir gerðu sig líklega að ganga til verks — bannið við mannakjötsáti hafði þegar verið brot- ið og var þar með merkingarlaust. En þeir voru of máttfarnir til að handsama hina ólánsömu frumbyggja. Þeir náðu aðeins einum en þeim sem sneggri voru tókst að komast undan sultarærðum mönnunum. Að því búnu héldu hermennirnir upp á hæð það- an sem útsýni var yfir ársprænuna og biðu þess að innfæddir kæmu til baka með matfongin eins og þeir höfðu lofað. Þarna biðu þeir árangurslaust í fjórar stundir. Að öllum líkindum hafði þeim sjö sem náðu að flýja gefist tími til að vara félaga sína við áformum Spánverja. Þótti þeim síðarnefndu þá einsýnt að grunur þeirra ætti við rök að styðjast og mölvuðu því vopnin sem indíánar höfðu skilið eftir og héldu síðan niður að ársprænunni. Þar drápu þeir indíánann, skáru hann í stykki, glóðarsteiktu og slógu upp veislu. Þetta kvöld urðu allir mettir10 og féllu í djúpan svefn að einum undanskildum sem gat ekki sofið fyrir kvölum. Tvö sársaukafull kýli höfðu blásið upp á annarri il Franciscos Martín og héldu ekki aðeins fyrir honum vöku, heldur gerðu hann einnig ófæran til gangs. Hann vissi mætavel hvaða örlög biðu hans. Næsta morgun, þegar flokkur- inn hélt af stað, var hann skilinn eftir á lækjarbakkanum. Honum tókst að skríða inn í skugga af tré þar sem hann beið þess að verða hungurmorða, eða þá að innfæddir kæmu til að hefna sín vegna 9 Sama rit. 10 Trúlega hafa hugmyndir Spánverja á þessum tíma auðveldað þeim mannakjötsátið. Margir þeirra álitu að indíánar væru ekki mannlegar verur, heldur tegund miðja vegu milli manns og skepnu. Eftirfarandi athugasemd sleppur frá sjálfúm skrásetjaranum Gonzalo Fernández de Oviedo í frásögn hans af ferðum Alfingers / Venesúela: „Þar tóku þeir fáeina indíána, létu þá ganga á undan og bera gullið og aðra muni, því mikil þörf var á skepnum, og sökum þess að hvorki voru þeir drepnir né kristnaðir né heldur gefið frelsi, voru þeir teknir og skyldu notast sem burðardýr eða múlasnar og bera ránsfenginn og vegna þessa voru þeir teknir...“ ö/ — í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞIN 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.