Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 103

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 103
TöjraUkninnn Francisco Martín Þetta athæfi hindraði ekki aðeins fyrirætlanir Spánverja heldur dæmdi þá líka í svelti. A leiðinni til Coro, nánar tiltekið í Chinacota, var liði AJfingers veitt fyrir- sát. Hann særðist á hálsi af eitruðum örvaroddi og beið þess ekki bætur. Hann barðist við dauðann í fjóra daga en hlaut þá að leggja upp í hina hinstu för líkt og þeir ótalmörgu indíánar sem hann hafði hrundið sjálfur á sama veg. Einn af mönnum hans, Pedro de San Martín,12 tók við forystunni og hugðist leiða sveitina áfram til Coro. Á ferðinni fóru þeir inn á lönd Aruacanamanna og enn á ný lögðu innfæddir á flótta. Samt sem áður tókst Spánverjum að handsama eina tuttugu þeirra. Þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu flúið svöruðu þeir að í grenndinni væri hvítur maður og þeir álitu Spánverja komna til að frelsa hann og drepa alla innfædda. Nú voru þrír fanganna sendir til að leita uppi fynda Spánverjann en þeir sáust aldrei meir. Þá voru sendar tvær indíánakonur í sömu erindum og hurfú þær einnig sporlaust. Þegar þetta brást hélt Pedro de San Martín sjálfúr með sveitina til þorpsins þar sem innfæddir sögðu hvíta manninn vera, reiðubúinn að frelsa meðbróður sinn. Framverðir sveitarinnar undir forystu Franciscos de Santa Cruz voru sendir á undan og komu nú til baka í fylgd mannveru sem var „nakin sem úr móðurkviði, stríðsmáluð,13 með blygð sína óskýlda, skeggið reytt sem á indíána, með boga og örvar, kastspjót í hendi, munninn fullan af hayusi, en það mun vera jurt nokkur sem slekkur þorsta, og enn fremur baperus sinn: það er grasker sem indíánar nota undir eins konar kalk, en það seður hung- ur þegar smjattað er á því“.14 Þetta reyndist vera Francisco Martín, fyrrum hermaður og það sem var í munni hans líkt og „jórturtugga“ voru blöð af þarlendri jurt, betur þekkt undir nafninu kóka. Eftir að mennirnir höfðu faðmast innilega, einkum Francisco de Santa Cruz og Francisco Martín, sem voru gamlir vinir, sagðist hann vera sá eini eftirlifandi af sendimönnum Vascuna foringja, og ekki ólíklegt að einhverjir hinna hefðu endað á glóðum eða í maga innfæddra. Spánverjinn Francisco Martín, sem var orðinn að indíána, fór nú til þorpsins og kom þaðan aftur í fylgd með mönnum sem hann hét að myndu halda frið við landa hans. Hann hafði hafnað á þessum stað, eftir að félagar hans yfirgáfú hann og hann hafði orðið fyrir miklum hremmingum, og var nú þræll indíána- höfðingjans.15 12 Aguado telur að nafn San Martíns hafi verið Juan en ekki Pedro. 13 Það er með bixa eða rauðum lit sem margir frumbyggjar skreyttu sig með. 14 Gonzalo Fernández de Oviedo, sama rit. 15 Aðstæður þræla í samfélögum frumbyggja Ameríku voru harla ólíkar þeim sem þrælar bjuggu við hjá evrópskum þjóðum. Þeir amerísku nutu mun meira frelsis og gátu öðlast félagslega virðingu. á Jföœýtúá - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN IOI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.