Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 105
TófraUknirinn Francisco Martín
skrásetjarinn Gonzalo Fernández de Oviedo segir: „Lækningaaðferðir hans
fólust í því að rymja og blása og bölva, en þann starfa hafði hann meðal
þeirra og var mikils metinn".
Samt sem áður hefur krafturinn sem Martín tileinkaði sér valdið af-
brýði, því litlu munaði í þrjú skipti að hann yrði drepinn, eftir því sem
hann sagði. En „göfug indíánakona af sama ættbálki, sem hann lagðist með
og var kona hans í nefndum löndum ..., bjargaði honum í öll skiptin frá
dauða“16 „og fyrir hennar skuld hélt hann lífi.“17
Til að afstýra frekari banatilræðum reyndi hann að sannfæra indíánana
um að hann væri ekki Spánverji, heldur af öðru kyni innfæddra, þeirra
Pacabueymanna sem héldu til á þeim slóðum þar sem Alfinger hafði orðið
eftir. Þar á ofan reytti hann skegg sitt.
Þegar Martín hafði lokið frásögn sinni krafðist hann þess að fá skjalfest
að hvorki væri hann liðhlaupi né hefði gengið af trúnni. Hann tók nú aftur
upp klæðaburð Evrópumanna og lýsti því yfir „sem kaþólikki og sannur
maður“ að „það sem hann hafði gert fram til þessa hefði stafað af ótta við
indíána en ekki verið gert Guði til skapraunar, heldur svo hann mætti bjarga
lífi sínu, og að dag hvern hefði hann í hjarta sínu beðið guðsmóðurina þess
að honum bærust kristnir menn“.18
Túlkurinn Esteban Martín mæltist til þess „að héðan í frá... skyldi hann
aldrei framar fylgj a athöfnum indíána, heldur skrifta líkt og sérhverj um sönn-
um manni og kristnum ber að gera, að ekki alls íjarri væri guðsmaður til
þess, sömuleiðis bera sig líkt og hvítur maður, sem hann og var, að viðlagðri
dauðarefsingu“. Þetta voru fyrirmæli sem Francisco Martín „kvaðst mundu
hlíta og væri reiðubúinn að framfylgja, sem hann og gerði“.19 Eins og gefúr að
skilja hefur indíáninn hvíti varla kært sig um að verða Rannsóknarréttinum
að bráð, því síður vasklegri hreinsun flokksforingjans.
En sannleikurinn var allur annar. Francisco Martín, þessi fyrrum her-
maður var orðinn óforbetranlegur trúskiptingur og indíáni eins og síðar
átti eftir að koma í ljós löndum hans til mikillar skelfingar. Skrásetjarinn
Aguado segir: „Hættir indíána voru orðnir honum svo tamir, líkt og þeir
hefðu fóstrað hann frá barnæsku".20
I reynd voru eiðar Franciscos Martín um tryggð við landa sína heldur
veikir. Sjálfur hafði hann ekkert aðhafst til að komast aftur til samlanda
sinna, jafnvel þótt hann væri fullfær um að ferðast um skóginn, eins og
16 Yfirlýsingar Franciscos Martín frá 18. ágúst 1534 frammi fyrir skrifaranum Juan de Villegas.
Archivo General de Indias (Skjalasafn Indíalanda), Sevilla. Dómsmál, skjalahirsla 1 003.
17 Gonzalo Fernández de Oviedo, sama rit.
18 Yfirlýsing Franciscos Martín, fyrrnefnt skjal.
19 Sama skjal.
20 Bróðir Pedro de Aguado, Historia de Venezuela, Madrid, 1918-1919.
& I DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞIN
103