Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 110

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 110
Rodrigo Rey Rosa strákofanum. Á leiðinni leit ég endrum og eins til baka því mér fannst ein- hver vera á hælunum á mér. Júlía var ekki enn búin að hafa til matinn. Eg hjálpaði henni að brytja grænmetið og ég sá að hún var ekki vön eldamennsku. Á vissan hátt létti mér að hún hefði ekki sagt satt. Eftir hádegismatinn fór ég í gönguferð um ströndina í stað þess að leggja mig. Það var skýjað og ekki sérlega heitt. Ég gekk rakleiðis að sandrifinu þar sem vatnið var mórautt. Á vegi mínum varð drengur sem seldi mér tvo nýveidda sæsnigla. Ég óð yfir ána og þegar ég hafði gengið úr skugga um að enginn væri á ferli afklæddist ég og stakk mér í sjóinn. Síðan baðaði ég mig í ánni til að skola af mér saltið. Að svo búnu hélt ég aftur heim á leið. Smábáta fiskimannanna bar við sjón- bauginn. Sólin braust fram úr skýjunum og sló gullnum bjarma á hafið. Dyrnar á stráhúsinu stóðu upp á gátt. Leirpottinum með kássunni hafði verið skellt á eldhúsgólfið og í sósupollinum sáust spor eftir hund. Ég æddi út og tók að hrópa hástöfum; fór að kofanum en þar var engan að sjá. Þá lokaði ég dyrunum á stráhúsinu og hélt í átt að bænum. Á aðalgötunni hitti ég starfsmann pósthússins. — Það er búið að drepa Júlíu, sagði hann. - Þeir voru rétt í þessu að finna hana. Loksins færðu líkvökuna þína. Ég fylgdi honum nokkurn spöl. — Hvar fannst hún? — Hvar? Hvað heldurðu? Undir trjárunna. Ég bauð honum að fá sér bjórsopa með mér en hann sagðist þurfa niður á bryggju að taka á móti bögglum sem kæmu með síðustu bátsferðinni svo ég fór einn míns liðs. Gluggarnir voru enn lokaðir á Tárakránni. Veitingamanninn var hvergi að sjá en blökkumaðurinn sat í horninu og virtist ekki hafa rótað sér. Á borðinu fyrir framan hann logaði á kerti. - Nú, ert þetta þú? sagði hann þegar hann sá mig. - Mér þykir þetta leitt, sagði ég. - Ég greip flöskuna og tók vænan sopa. — Hlustaðu, sagði hann, - trumbusláttur. Það var rétt. Ómur af trumbuslætti var farinn að berast. í því birtist Ágústín. — Loksins finn ég þig, sagði hann. Ég reyndi að grípa fram í fyrir honum en hann hélt áfram: - Tónlistarmennirnir eru að hita upp. Ætlarðu ekki á líkvökuna? Ég gekk þétt upp að honum og bað hann lágum rómi að hafa upptöku- tækin til. - Ætlar þú að fara á líkvökuna? spurði blökkumaðurinn þegar Ágústín var farinn. 108 á Jfflagýiáiá — Tímarit þýðenda nr. io / 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.