Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 110
Rodrigo Rey Rosa
strákofanum. Á leiðinni leit ég endrum og eins til baka því mér fannst ein-
hver vera á hælunum á mér.
Júlía var ekki enn búin að hafa til matinn. Eg hjálpaði henni að brytja
grænmetið og ég sá að hún var ekki vön eldamennsku. Á vissan hátt létti
mér að hún hefði ekki sagt satt. Eftir hádegismatinn fór ég í gönguferð um
ströndina í stað þess að leggja mig. Það var skýjað og ekki sérlega heitt.
Ég gekk rakleiðis að sandrifinu þar sem vatnið var mórautt. Á vegi
mínum varð drengur sem seldi mér tvo nýveidda sæsnigla. Ég óð yfir ána
og þegar ég hafði gengið úr skugga um að enginn væri á ferli afklæddist ég
og stakk mér í sjóinn. Síðan baðaði ég mig í ánni til að skola af mér saltið.
Að svo búnu hélt ég aftur heim á leið. Smábáta fiskimannanna bar við sjón-
bauginn. Sólin braust fram úr skýjunum og sló gullnum bjarma á hafið.
Dyrnar á stráhúsinu stóðu upp á gátt. Leirpottinum með kássunni
hafði verið skellt á eldhúsgólfið og í sósupollinum sáust spor eftir hund. Ég
æddi út og tók að hrópa hástöfum; fór að kofanum en þar var engan að sjá.
Þá lokaði ég dyrunum á stráhúsinu og hélt í átt að bænum.
Á aðalgötunni hitti ég starfsmann pósthússins.
— Það er búið að drepa Júlíu, sagði hann. - Þeir voru rétt í þessu að
finna hana. Loksins færðu líkvökuna þína.
Ég fylgdi honum nokkurn spöl.
— Hvar fannst hún?
— Hvar? Hvað heldurðu? Undir trjárunna.
Ég bauð honum að fá sér bjórsopa með mér en hann sagðist þurfa niður
á bryggju að taka á móti bögglum sem kæmu með síðustu bátsferðinni svo
ég fór einn míns liðs.
Gluggarnir voru enn lokaðir á Tárakránni. Veitingamanninn var hvergi
að sjá en blökkumaðurinn sat í horninu og virtist ekki hafa rótað sér. Á
borðinu fyrir framan hann logaði á kerti.
- Nú, ert þetta þú? sagði hann þegar hann sá mig.
- Mér þykir þetta leitt, sagði ég. - Ég greip flöskuna og tók vænan
sopa.
— Hlustaðu, sagði hann, - trumbusláttur.
Það var rétt. Ómur af trumbuslætti var farinn að berast. í því birtist
Ágústín.
— Loksins finn ég þig, sagði hann. Ég reyndi að grípa fram í fyrir honum
en hann hélt áfram: - Tónlistarmennirnir eru að hita upp. Ætlarðu ekki á
líkvökuna?
Ég gekk þétt upp að honum og bað hann lágum rómi að hafa upptöku-
tækin til.
- Ætlar þú að fara á líkvökuna? spurði blökkumaðurinn þegar Ágústín
var farinn.
108
á Jfflagýiáiá — Tímarit þýðenda nr. io / 2006