Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 117
Höfundar og þýSendur
Stephen Spender (1909—1995, Júdas Ískaríot, bls. 22) enskt ljóðskáld og ritgerðasmiður.
Stundaði háskólanám í Oxford en hætti námi 1930 og hélt próflaus til Berlínar. Fyrsta
ljóðabók hans, Poems, kom út 1933. Hann var yfirlýstur sósíalisti og friðarsinni og barðist
í spænsku borgarastyrjöldinni. Af þeirri reynslu miðlar hann í bókum sínum, Poems from
Spain (1939) og Runes and Visions (1941). Spender ritstýrði tímaritinu Encounter 1953-1966.
Árið 1970 varð hann prófessor í ensku við University College í Lundúnum og gegndi þeirri
stöðu næstu sjö ár. Af bókum hans má nefna Poems ofDedication (1947), The Edge ofBeing
(1949), sjálfsævisaga, World Within World (1951), The Creative Element (1953), The Struggle
of the Modern (1963), The Generous Days (1969) og Love-Hate Relations (1974).
PiaTafdrup (f. 1952, Dagarsem hverfa, bls. 20), dönskskáldkonasem hefur einkum skrifað
ljóð, en einnig tvö leikrit og eina skáldsögu, Hengivelsen (2004). Fyrsta bók hennar Nár
dergár hulpá en engel (ljóð) kom út 1981 og sú nýjasta, Tarkovskijs heste, 2006. Hún hlaut
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1999 fyrir Ijóðabókina Dronningeporten (1998).
115
d Æaydíá - í DAG heyra sönggyðjurnar til þín