Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 107
Ævintýri Tsjitsjikovs
- Ljómandi gott.
- Afhendið kostnaðaráætlun.
Tsjitsjikov var með áætlunina til reiðu í brjóstvasanum.
Og leigusamninginn fékk hann.
Tsjitsjikov lét engan tíma fara til spillis og þaut á næsta stað:
- Fyrirframgreiðslu takk.
- Framvísið skýrslu í þríriti með tilheyrandi undirskriftum og stimplum.
Á innan við tveimur stundum framvísaði hann skýrslunni gerðri eftir
kúnstarinnar reglum. Stimplarnir voru svo margir sem stjörnur á himni.
Og undirskriftir á sínum stað.
Fyrir forstöðumanninn - Ivan Oþveginn
Fyrir ritarann — Ivar Krukkufés
Fyrir formann gjaldskrármatsnefndar - Jelísaveta Spör.
— Rétt. Takið beiðnina.
Það kumraði bara í gjaldkeranum við að sjá hvað var til greiðslu.
Tsjitsjikov kvittaði og ók á brott með seðlana í þremur leiguvögnum.
Svo uppí aðra stofnun.
— Lán, með veð í varningi.
- Sýnið varninginn.
- Vesgú. Fulltrúa takk.
— Ná í fulltrúa!
Svei mér þá! Fulltrúinn er líka gamall kunningi: Emeljan Sauður.
Tsjitsjikov greip í hann, tók með sér, og sýndi honum fyrsta kjallarann
sem á leið þeirra varð. Þar sér Emeljan hvar liggur aragrúi af allskyns
vörum.
- N-já ... Eigið þér þetta allt?
— Eg á það allt.
- Jæja, segir Emeljan, fyrst svo er þá óska ég yður til hamingju. Þér
eruð alsenginn miljónamæringur, heldur biljónamæringur!
En Nozdrjov, sem gekk nú fast á hæla þeirra, hellti meiri olíu á eld-
inn.
- Sérðu, segir hann, bílinn sem er að keyra inn um hliðið með stígvél?
Þetta eru sko hans stígvél líka.
En síðan hljóp honum kapp í kinn. Hann dró Emeljan út á götu og
fór að sýna honum:
- Sérðu búðirnar? Þetta eru sko allt búðirnar hans. Allt sem er hinu-
megin á götunni, það á hann. En það sem er hérnameginn, á hann líka.
Sérðu sporvagninn? Hann á’ann. Götuljósin? Þau líka. Sérðu? Sérðu?
Og hann snýr honum í allar áttir.
Svo Emeljan fór að grátbæna þá.
- Eg trúi! Eg sé ... Gefið sálu minni frið.
á /ýiœp/riá — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
105