Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 58

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 58
Eysteinn Þorvaldsson Það er auðvelt að vera sammála Lofti Bjarnasyni um að Páli takist best allra að þýða íslensk kvæði á ensku. Honum tekst mjög vel að koma tilfinning- um, hugmyndum og hugblæ frumkvæðisins yfir á ensku og jafnframt er hann trúr íslensku kvæðaformi umfram alla aðra þýðendur. Hann kemur öllu til skila með fádæma glæsibrag - bragarhætti, ljóðstöfum, rími, hljómi, hugblæ og ljóðmyndum. Hann ræðst í að þýða rammgerð og hljómmikil kvæði þeirra Einars Benediktssonar og Stefáns G. og leysir þrautina með ótrúlegri leikni. Meðal hinna viðamestu kvæða Einars sem Páll þýddi er „Hvarf séra Odds frá Miklabæ“ (Rev. Oddur's Disappearance). Fjórða er- indið hljóðar svo á íslensku og í enskri þýðingu Páls:13 Þegar ljósið deyr er allt dapurt og svart, með deginum vangi bliknar. Nú vaknar af rökkurmoldum margt, í minningum dauðum kviknar. Þótt beri þig fákurinn frái Iétt, svo frosnum glymur í brautum, þú flýr ekki hópinn, sem þyrpir sér þétt, þögull í hvilftum og lautum. When the twilight fades it is dull and dark. Till daylight alarms will thicken. Shades from the bourne of the night embark And buried memories quicken. Though, stricken with panic, the rector rides To run from the noise that follows. He cannot escape the crowd that hides In cleífs and the ghostly hollows. Jakobína Johnson (1883-1977) byrjaði ung að þýða íslensk kvæði á ensku. Þótt hún hafi drukkið í sig íslensku kvæðahefðina og yrki á íslensku sam- kvæmt henni, þá setur hún ekki ljóðstafi í þýðingar sínar á ensku. Hún hlýtur að haga þessu svo að vel athuguðu máli og varla getur betri og list- rænni þýðinga en hennar. Meira að segja Stefán G., sem svo mjög var háður ljóðstöfum, fellir sig best við þýðingar hennar, en skylt er að geta þess að þýðingar Páls Bjarnasonar voru ekki komnar fram þegar Stefán lést. Þýðing Jakobínu á kvæði Stefáns G „Við verkalok“ er ein hin fyrsta frá hennar hendi sem birtist á prenti. Þýðingin, „At Close of Day“, birtist árið 1917 í virtu bandarísku tímariti, The Stradford Journal, í Boston sem eingöngu birti þýdd verk. Síðasta erindið er svona í hinni ensku þýðingu: En þegar hinst er allur dagur úti og upp gerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: I slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag, And when the last of all my days is over, The last page turned — And what-so-ever shall be deemed in wages That I have earned, In such a mood I hope to be composing My sweetest lay - 13 Einar Benediktsson: Sögnr og kvœði 1897, bls. 188. Paul Bjarnason: Odes and Echoes, Vancouver 1954, bls. 181. 56 á jJBaspáiá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.