Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 127
Hœversk uppástunga
konungdæmið, þar eð verðið á næringu og fatalörfum fyrir þau er að
minnsta kosti fjórfalt hærra.
8. Eg mun nú auðmjúklega leggja fram mínar eigin hugleiðingar sem ég
vona að bjóði ekki upp á nein mótmæli.
9. Ameríkumaður5 nokkur sem ég kynntist í Lundúnum og sem hefur gott
vit á þessum málum, fullvissar mig um að vel alið,6 ungt og heilbrigt barn
um eins árs aldur, sé mjög gómsæt, næringarrík og heilsusamleg fæða,
hvort sem er í kássu, sem steik, bakað eða soðið, og ég efast ekki um að
það muni bragðast jafn vel í sósu með núðlum eða í kryddkássu.7
10. Ég legg því auðmjúklega fram fyrir almenning til íhugunar, að af þeim
eitt hundrað og tuttugu þúsund börnum sem koma fram í útreikningi
mínum hér að ofan, megi halda eftir tuttugu þúsund til undaneldis,
þar af einungis einum fjórða karlkyns; sem er stærra hlutfall en við
notum fyrir sauðfé, nautpening eða svín; rök mín eru þau að þessi
börn eru sjaldnast ávextir hjónabands, sem er nokkuð sem villimenn-
irnir okkar virða lítils, og því mun einn karl vera nóg til að gagnast
fjórum konum. Þau eitt hundrað þúsund sem eftir eru má um eins
árs aldurinn bjóða til sölu til fjársterks heldri fólks í konungdæminu.
Móðurinni skal ráðlagt að leyfa barninu að sjúga vel síðasta mánuðinn,
til að barnið verði bústið og vel feitt fyrir matarborðið. Eitt barn nægir
í tvo rétti þegar gestum er boðið í mat, og þegar fjölskyldan borð-
ar saman mun frampartur eða læri ásamt lendum duga í einn rétt.
Kryddað með pipar eða salti verður það mjög gott soðið á fjórða degi,
sérstaklega að vetrarlagi.
11. Ég hef reiknað út að meðaltalsþungi nýfædds barns sé um 12 pund, og
á einu ári getur það aukið þyngd8 sína í 28 pund ef það fær viðunandi
fæðumagn.
12. Ég viðurkenni að þetta mun verða nokkuð dýr matur og því sérlega við-
eigandi fyrir landeigendur, sem má segja að eigi best tilkall til barnanna
því þeir hafa hvort sem er þegar að mestu leyti étið upp foreldrana.
13. Ungbarnakjöt verður fáanlegt árið um kring, en mest framboð verður
í marsmánuði og aðeins fyrir og eftir; því okkur er sagt af háalvarleg-
um höfundi, mikils metnum frönskum lækni, að þar sem fiskmeti sé
frjósemisaukandi, þá fæðist fleiri börn í löndum rómversk-kaþólskra
manna um níu mánuðum eftir lönguföstu, og því mun framboð á
á JoeBatóá — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
125