Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 33

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 33
Magnús Asgeirsson ogAðventa minni á þýðingum Aðventu, stenst þessi alhæfing ekki. Ljóst er að Gunnar er ekki einhamur í aðferðum sínum og endurritun og því býr í þessari grein minni ekki síst sá boðskapur að nauðsynlegt sé að ráðast í frekari rann- sóknir á hinum ýmsu gerðum sem til eru af verkum þessa höfundar, svo mikilsverður sem hann er í íslenskri bókmenntasögu. Vitundin um mikilvægi Gunnars hefur raunar iðulega tengst áhyggj- um af veikri stöðu hans í bókmenntakerfinu og eins og þegar hefur komið fram, þótti honum sjálfum fullhljótt um verk sín. Slíkar áhyggjur eru ekki úr lausu lofti gripnar því oft hefur lítið farið fyrir Gunnari í bókmennta- umræðunni — hann gleymdist m.a.s. einu sinni með öllu við ritun íslenskr- ar bókmenntasögu26 - og það þó að verk hans hafi komið út í þremur heildarútgáfum á íslensku. Sem betur fer hafa útgefendur ekki gefist upp á að koma verkum Gunnars á framfæri. Bókaútgáfan Bjartur sendi á síð- asta ári leið frá sér nýjar og laglegar kiljuútgáfur á Svartfugli og Aðventu og verður hugsanlega framhald á þeirri útgáfu. Það undirstrikar mikilvægi þessara tveggja verka að riðið sé á vaðið með þau. Þetta eru einmitt þau tvö verk sem Magnús Asgeirsson þýddi á sínum tíma. Jón Kalman Stefánsson ritar prýðilegan formála að nýju útgáfunni af Aðventu og víkur þar m.a. að vandanum sem hlýst af því fyrir íslenska les- endur að helstu verk Gunnars séu til í þremur gerðum: „Langflestir kjósa náttúrlega að fara í þýðingarnar, þó danskan sem hann skrifar sé fögur, en hvort skal velja þýðingar hans eða annarra, þarna er efinn.“27 Hann lætur málið útrætt, eða órætt, með þessari vísun í Hamletþýðingu Helga Hálf- danarsonar, en staðreyndin er auðvitað sú að á eftir formála hans kemur íslensk gerð Gunnars og nýja útgáfan af Svartfugli er einnig í endurrit- aðri gerð hans. Spurt var framar á þessum blöðum: I hvaða stöðu setur Gunnar þær þýðingar á verkum hans sem fyrir eru? Raunin er auðvitað sú að vegna þess að erfingjar Gunnars ráða birtingarrétti á verkum hans, þá hefur hann rutt þessum þýðingum úr vegi; þær eru ekki endurprentaðar. I þeim skilningi hefur það ræst sem Sveinn Skorri sagði: þýðingar annarra koma honum ekki við. Undantekningin er endurútgáfa á Fjallkirkjunni í þýðingu Halldórs Laxness árið 1997. Líklega er skriðþunginn á höfund- argildi Laxness svo mikill að ekki telst fært að standa í vegi fyrir honum. Eða er Fjallkirkjan svo magnað og mikilvægt verk að vert þyki að hafa það til reiðu í tveimur íslenskum þýðingum? Slík röksemd ætti þá einnig að ná til Svartfugls og Aðventu. Ekki gefst 26 Það var í fyrstu útgáfu af bókinni Straumar og stefiiur i islenskum bókmenntum fiá i$$o eftir Heimi Pálsson (1978). Sbr. umræðu mína í Tvimalum (sbr. nmgr. 3), s. 259. 27 Jón Kalman Stefánsson: „Um Gunnar Gunnarsson og Aðventúf í: Gunnar Gunnarsson: Aðventa, höfundur íslenskaði, Reykjavík: Bjartur 2007, s. 5-28, hér s. 12. fflósi á — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.