Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 33
Magnús Asgeirsson ogAðventa
minni á þýðingum Aðventu, stenst þessi alhæfing ekki. Ljóst er að Gunnar
er ekki einhamur í aðferðum sínum og endurritun og því býr í þessari grein
minni ekki síst sá boðskapur að nauðsynlegt sé að ráðast í frekari rann-
sóknir á hinum ýmsu gerðum sem til eru af verkum þessa höfundar, svo
mikilsverður sem hann er í íslenskri bókmenntasögu.
Vitundin um mikilvægi Gunnars hefur raunar iðulega tengst áhyggj-
um af veikri stöðu hans í bókmenntakerfinu og eins og þegar hefur komið
fram, þótti honum sjálfum fullhljótt um verk sín. Slíkar áhyggjur eru ekki
úr lausu lofti gripnar því oft hefur lítið farið fyrir Gunnari í bókmennta-
umræðunni — hann gleymdist m.a.s. einu sinni með öllu við ritun íslenskr-
ar bókmenntasögu26 - og það þó að verk hans hafi komið út í þremur
heildarútgáfum á íslensku. Sem betur fer hafa útgefendur ekki gefist upp
á að koma verkum Gunnars á framfæri. Bókaútgáfan Bjartur sendi á síð-
asta ári leið frá sér nýjar og laglegar kiljuútgáfur á Svartfugli og Aðventu
og verður hugsanlega framhald á þeirri útgáfu. Það undirstrikar mikilvægi
þessara tveggja verka að riðið sé á vaðið með þau. Þetta eru einmitt þau tvö
verk sem Magnús Asgeirsson þýddi á sínum tíma.
Jón Kalman Stefánsson ritar prýðilegan formála að nýju útgáfunni af
Aðventu og víkur þar m.a. að vandanum sem hlýst af því fyrir íslenska les-
endur að helstu verk Gunnars séu til í þremur gerðum: „Langflestir kjósa
náttúrlega að fara í þýðingarnar, þó danskan sem hann skrifar sé fögur, en
hvort skal velja þýðingar hans eða annarra, þarna er efinn.“27 Hann lætur
málið útrætt, eða órætt, með þessari vísun í Hamletþýðingu Helga Hálf-
danarsonar, en staðreyndin er auðvitað sú að á eftir formála hans kemur
íslensk gerð Gunnars og nýja útgáfan af Svartfugli er einnig í endurrit-
aðri gerð hans. Spurt var framar á þessum blöðum: I hvaða stöðu setur
Gunnar þær þýðingar á verkum hans sem fyrir eru? Raunin er auðvitað sú
að vegna þess að erfingjar Gunnars ráða birtingarrétti á verkum hans, þá
hefur hann rutt þessum þýðingum úr vegi; þær eru ekki endurprentaðar.
I þeim skilningi hefur það ræst sem Sveinn Skorri sagði: þýðingar annarra
koma honum ekki við. Undantekningin er endurútgáfa á Fjallkirkjunni í
þýðingu Halldórs Laxness árið 1997. Líklega er skriðþunginn á höfund-
argildi Laxness svo mikill að ekki telst fært að standa í vegi fyrir honum.
Eða er Fjallkirkjan svo magnað og mikilvægt verk að vert þyki að hafa það
til reiðu í tveimur íslenskum þýðingum?
Slík röksemd ætti þá einnig að ná til Svartfugls og Aðventu. Ekki gefst
26 Það var í fyrstu útgáfu af bókinni Straumar og stefiiur i islenskum bókmenntum fiá i$$o
eftir Heimi Pálsson (1978). Sbr. umræðu mína í Tvimalum (sbr. nmgr. 3), s. 259.
27 Jón Kalman Stefánsson: „Um Gunnar Gunnarsson og Aðventúf í: Gunnar Gunnarsson:
Aðventa, höfundur íslenskaði, Reykjavík: Bjartur 2007, s. 5-28, hér s. 12.
fflósi á — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
31