Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 61

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 61
Blómjurt, skrauti svipt? Um kvœðaþýðingar Vestur-Islendinga mest í enskum þýðingum enda er hún tvítyngd. Fleiri Vestur-íslendingar af þessari kynslóð þýddu á ensku og úr þeim röðum skulu þessir nefndir: Christopher Johnston (Kristófer Níelsson) (1880-1927). Bogi Bjarnason (1888-1977), bróðir Páls Bjarnasonar, Walter Jakobsson Lindal (1887-1976), Hólmfríður Daníelson og Caroline Gunnarson (1903—?) sem þýddi ljóð skálda frá síðara hluta tuttugustu aldar, m.a. ljóð eftir Stein Steinar, Einar Braga og Hannes Pétursson Arið 1930 gaf Þórhallur Bjarnarson í Reykjavík út bókina Icelandic Lyrics. Originals and Translations. Þetta er vegleg bók og vönduð að öll- um frágangi. Kvæðatextarnir eru birtir bæði á íslensku og ensku og mun þetta vera fyrsta bókin af því tagi sem gefin er út á Islandi.18 Richard Beck valdi þýðingarnar og bjó undir prentun. Hér eru 80 kvæði eftir 30 skáld frá hundrað ára tímabili fyrir útgáfu bókarinnar. I þeim hópi eru 6 vest- uríslensk skáld auk Winnipeg-ritstjóranna þriggja, Einars, Jóns og Gests. Þýðendur eru 12 að tölu og allir Vestur-Islendingar nema þeir Eiríkur Magnússon og William Craigie. Þýðingarnar eru ærið misjafnar að gæð- um en þarna má glöggt sjá hversu skerfur Vestur-Islendinga var stór í ensk- um þýðingum á íslenskum kvæðum; slík bók var á þessum tíma óhugsandi án tilverknaðar þeirra. Flestir þýðendanna eru ýmist fæddir vestanhafs eða höfðu flust þangað á unga aldri, semsagt önnur kynslóðin. Þau uxu úr grasi með íslenskuna að móðurmáli en í málumhverfi enskunnar. Nokkrir af landnámskynslóðinni, sem ólst upp á Islandi, fengust svo- lítið við enskar þýðingar. Eftir Stefán G. er ein ensk þýðing sem hann gerði að gefnu tilefni. Honum var gefið drykkjarhorn sem á var letruð 5. vísan úr „Sigurdrífumálum“ Stefán þýddi vísuna á ensku því að hann bjóst við að þurfa að segja enskumælandi kunningjum hvað á horninu stæði. Þýðingin er ekki nákvæm en Stefán lætur ljóðstafina ekki vanta: Bjór færi eg þér, brynþings apaldur, magni blandinn og megintíri; fullur er hann ljóða og líknstafa, góðra galdra og gamanrúna. Beer I bring you Bold warrior Brewage of good helth And great honor. Fraught with sounding songs Sorcery of kindness Magic of friendliness And mirthful tokens. Aðrir úr landnemahópnum sem fengust nokkuð við enskar þýðing- 18 Tvímálaútgáfa með þýðingu Bjarna frá Vogi á nokkrum norskum kvæðum hafði komið út í Osló 1911. d .&/ydsá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.