Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 23

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 23
Magnús Asgeirsson ogAðventa fætur. Slíkur dans er líklega sjaldan tígulegur þótt hinsvegar megi segja að það sé mun meira afrek að komast á þennan hátt eftir línunni en með fæturna ókeflaða! En þetta er villandi líking, þótt hún dragi fram mun á frumyrkingu og þýðingu. Sá munur þykir mér skýrður á sannferðugri hátt með líkingu af annarri list eða öðrum listgreinum: list tónlistarmannsins, söngvarans eða leikarans, sem flytur og túlkar frumverkið. Sá flutning- ur fellur saman við þann „flutning“ eða tilfærslu milli mál- og menning- arheima í þýðingum sem ég vék að hér á undan.3 Tónlistarmaðurinn, leik- arinn og þýðandinn kanna frumverkið og túlka merkingu þess. Sú túlkun opinberast í flutningi þeirra. Sá flutningur er einstakur og sé verkið flutt að nýju, ekki síst ef það er flutt af öðrum manni, þá birtist önnur túlkun, nýjar áherslur og að einhverju leyti nýr merkingarheimur. Ut frá þessari samlíkingu má og líta svo á að frumhöfundurinn og túlkandinn séu að skapa í sameiningu; þeir stunda ekki sömu listina en listgreinarnar tengjast í flutningi verksins. Sú afurð er því samvinnuverk, sköpunarverk tveggja aðila.4 Þýtt bókmenntaverk á sér tvo höfunda. Þetta flækir höfundargildi verksins og jafnframt mat á þýðingunni. Bókmenntafræðin (og þar með talin bókmenntasagan) hefur ævinlega átt í vandræðum með þetta tvö- falda höfundargildi og það blendingsform sem þýðing er. Þýðingar Magnúsar á íjölmörgum ljóðum heimsbókmenntanna eru fjölbreytileg dæmi um flutning á ljóðagóssi milli mála og menningarheima og jafnframt um mismunandi aðferðir við túlkun frumtextanna og flutn- ing þeirra á nýju máli. Magnús þýðir stundum af allmikilli merkingarlegri og formlegri nákvæmni og beint úr frummálunum. Þetta á við um ljóð á Norðurlandamálunum, ensku og þýsku. En hann á það líka til að laga formið í hendi sér — eins og kunnugt er snýr hann stundum lausbundnum módernískum ljóðum yfir í bragbundið og rímað íslenskt snið - og jafn- vel inntakið líka og staðsetninguna, eins og þegar hann staðfærir „Laug- ardagskveld“ Frödings, svo sem frægt er („Það var kátt hérna um laug- ardagskvöldið á Gili“). Og hann þýðir líka stundum úr millimálum, þ.e. nýtir sér þýðingar á öðrum málum þegar hann hefur ekki aðgang að frum- textanum. Og þetta á ekki aðeins við um „Rubáiyat" eftir Omar Kha- yyám, þar sem þýdd er frjálsleg ensk þýðing Edwards FitzGeralds, en hún hefur eiginlega öðlast stöðu frumtexta sem margir hafa þýtt (og við það verður höfundargildið í raun þríþætt). Aðrar kunnar þýðingar Magnúsar 3 Sbr. umfjöllun í bók minni Tvímteli. Þýðingar og bókmenntir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun/Háskólaútgáfan 1996, s. 166. A s. 164-172 í Tvímalum er fjallað um myndmál um þýðingar í tengslum við viðhorf til þýðinga. 4 Orðið „aðili“ ber að skilja víðum skilningi hér; til dæmis koma oft margir að flutningi tónverka og leikrita og sinna mismunandi listrænum þáttum. á — Að geta sagt „shit fyrir framan dömu 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.