Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 12

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 12
Ingibjörg Haraldsdóttir Tsékhov. Ef einhver hefur sterk höfundareinkenni og söng í sínum verk- um, þá er það Tsékhov. Auk þess hefur hver persóna í leikritum hans að sjálfsögðu sinn eigin, sérstaka söng. Og textinn er auðvitað himneskur — fyndinn, hugljúfur, dramatískur, Ijóðrænn, tragískur ... allt sem þarf í leikriti. Maður öfundar leikarana sem fá að smjatta á þessum texta á frum- málinu. Þýðandinn reynir að gera sitr besta til að íslenskir leikarar fái eitt- hvað sambærilegt að smjatta á. Og það þarf að hljóma vel. Hvert orð þarf að heyrast. Ekki bara heyrast: smjúga inn í hlustir áhorfenda og þaðan inn í sálir þeirra og vekja hugsanir og tilfinningar sem Tsékhov lagði í þennan texta á sínum tíma og eru ástæðan fyrir því að leikritin lifa enn, rúmum hundrað árum eftir lát höfundarins. í Rússlandi er afskaplega sterk hefð fyrir því hvernig skuli túlka og setja upp leikritin hans Tsékhovs, hefð sem byggir á kenningum þess merka leikhúsmanns Konstantíns Staníslavskís, en í leikhúsi hans, Listaleikhús- inu í Moskvu, voru leikrit Tsékhovs yfirleitt frumflutt og þeim skapaður búningur sem reynt var að herma eftir út um allan heim. Þegar ég bjó í Moskvu var beinlínis bannað að fara aðrar leiðir, leikarar Listaleikhússins höfðu einskonar einkarétt á hlutverkum sem þeir höfðu leikið jafnvel um áratuga skeið. Ungur leikstjóri, Efros að nafni, reis upp gegn hefðinni árið 1968. Hann setti upp Þrjár systur í öðru leikhúsi og á vægast sagt annan hátt en tíðkaðist í Listaleikhúsinu. Eg var svo heppin að sjá þá sýningu áður en hún var bönnuð, sem gerðist í kjölfarið á hatrömmum blaðaskrif- um gamla liðsins í Listaleikhúsinu. Það sem Efros gerði mundi þó varla teljast róttækt í dag. Hann vék sér undan natúralisma Staníslavskís, á svið- inu var hvorki hús né garður og aðeins þeir leikmunir sem notaðir voru í leiknum. Eg man eftir rólum sem voru talsvert notaðar og sum atriðin voru meira og minna sungin eða rauluð, en þegar fram í sótti tók tragedían við og varð einmitt sterkari vegna þess að kómedían hafði fengið að leika lausum hala í byrjun. Nokkrum árum seinna var ég komin til Kúbu og tók þátt í að fara yfir spænska þýðingu á Þremur systrum og laga hana að kúbönsku leikhúsi, var síðan aðstoðarleikstjóri þeirrar sýningar sem var talsvert miklu róttækari en áðurnefnd sýning Efrosar í Moskvu. 1997 þýddi ég svo Þrjár systur á íslensku fyrir Þjóðleikhúsið. Leikstjóri þeirrar sýningar var Litháinn Ri- mas Tuminas sem var ekki aldeilis á línu Listaleikhússins gamla fremur en kúbanskur starfsbróðir hans Vicente Revuelta. Við getum haft allar mögulegar skoðanir á þessum og öðrum sýn- ingum á Þremur systrum, hvort sem þær eru hefðbundnar eða nýstárlegar, það er eiginlega alveg sama hvernig farið er með þetta leikrit, það klikkar aldrei. Staníslavskí snýr sér kannski við í gröfinni, en ekki Anton Pavlovítsj Tsékhov, hann brosir bara og ypptir öxlum. 10 á■ ■ /j/'eý/áiá^ — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.