Bændablaðið - 13.05.2015, Page 7

Bændablaðið - 13.05.2015, Page 7
7Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015 ram skal haldið kveðskap frá hagyrðingasamkomu Karlakórs Eyjafjarðar um sl. páska. Jóhannes á Gunnarsstöðum fyllti allan síðasta þátt, og þar sem hann var lengst að kominn og frekastur, þá fær hann þennan þátt einnig alveg óskiptan. Birgir Sveinbjörnsson, stjórnandi samkomunnar, vildi næst vita hug Jóa til múslima: Mörg þess hefur maður séð merki hér í jarðlífi, að þeir sem trúa á Múhameð muni þjást af harðlífi. Jóhannes var svo spurður hvort hann vildi heldur, eiga banka eða stjórna banka: Ég held að það sé hættuspil og hugnast illa að prófa. Langar ekki að teljast til tugthúslima og þjófa. Birgir skipaði síðan svo fyrir, að hagyrðingar skyldu hafa heimilisskipti um vikutíma. Jóhannesi skipaði hann að heimili mínu og Petru Bjarkar söngstjóra, og skyldi hann rækja þar stöðu mína og störf í eina viku. Ekki kveið Jói þeim vistaskiptum: Væri eftir viku dæmt um verklægni og getu, ætti tæpast afturkvæmt Árni í rúm til Petru. Konur sitja nú öll helstu embætti yfirlögreglustjóra. Jóhannes orti: Víst er það skýlaus skoðun mín og skal ekkert við það slóra, að lekamál séu grátlegt grín fyrir götótta lögreglustjóra. Á síðustu samkomu karlakórsins var ég ekki með í hópnum. Birgir vildi vita afstöðu Jóa um endurkomu mína: Er nú kominn Árni minn, elskaður og dáður, heim í gamla hópinn sinn hálfu verri en áður. Hjálmar Freysteinsson var nýlega búinn að læknisskoða Birgi stjórnanda, og tókst að greina hann lítið gallaðan. Jóhannes efaðist um þá greiningu: Hjálmar kann með lagni og leynd að létta af margri plágu fyrst í Birgi fann hann greind sem fáir áður sáu. Birgi finnst skólabróðir sinn, Björn Ingólfsson, eldast sérlega vel. Jóhannes gat vel tekið undir það: Þó að eitthvað eldist Björn, ekki fatast honum. Stendur enn og steytir görn og starir á eftir konum. Birgir Sveinbjörnsson átti svo sjötugsafmæli fáum dögum síðar. Björn Ingólfsson vildi vita hvort yrði ekki nokkurt tilstand. Jóhannes sá þetta þannig fyrir: Birgir hann er ennþá að, öllum framar vonum. Mér finnst þó að minnisblað mætti gefa honum. Birgir spurði svo um trúverðugleika hagyrðinga svona almennt. Jói orti: Þeir munu ekki af sér draga, og engu trúandi. Menn sem alla aðra daga eru ljúgandi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Eyfirskir hestamenn efndu á dögunum til viðburðar sem nefndist Norðlenska hestaveislan og tókst hún vel. „Þetta lukkaðist einstaklega vel og erum við ákaflega sátt við helgina,“ segir Andrea Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Hesta mannafélagsins Léttis. Hestaveislan var samvinnuverkefni Léttis, Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga og Hrossaræktar. Þátttaka á alla dagskrárliði var góð, troðfull Reiðhöll bæði kvöldin sem dagskrá fór þar fram. Fákar og fjör Helgin var hlaðin hestatengdum viðburðum af ýmsu tagi og fóru þeir fram á Akureyri og í nærsveitum. Sá fyrsti var dagskrá í Reið- höllinni á Akureyri sem nefndist Fákar og fjör. Andrea segir að um hafi verið að ræða góða sýningu á hrossum úr nærumhverfi, en einnig hafi frábærir gæðingar annars staðar frá komið við sögu. Ræktunarbú heimsótt Ræktunarbú á svæðinu buðu gestum í bæinn og þáðu margir boðið, litu inn og kynntu sér öfluga starfsemi búanna. „Það var alveg frábært að eiga þess kost að heimsækja ræktunarbúin og sjá hversu kraftmikið starf fer þar fram, það var tekið einstaklega vel á móti okkur sem var yndislegt,“ segir Andrea. Þá var efnt til stóðhestasýningar í Reiðhöllinni á Akureyri sem tókst í alla staði vel. „Hún var hrikalega flott og virkilega gaman að sjá alla þessa frábæru stóðhesta í bland við afkvæmi þeysa um höllina. Almennt tókst þessi veisla mjög vel og vonandi er þessi viðburður kominn til að vera. /MÞÞ Norðlenska hestaveislan tókst sérlega vel F MÆLT AF MUNNI FRAM 129 50 gráir skuggar. Þessi vinahópur er fæddur 1965 og fögnuðu 50 ára afmælisárinu svona. Heimsókn á Ræktunarbúið Garðshorn. Gestir í góðum gír á Ræktunarbúinu Litlu Brekku. Gestir brugðu sér í dans í heimsókn sinni í Ræktunarbúið á Skriðu. Daníel Jónsson og Nói frá Stóra Hofi. Helga Árnadóttir í atriði sem nefnist Eyfirsku gæsirnar. Stefán Birgir og Eldborg frá Litla Garði.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.