Bændablaðið - 13.05.2015, Side 8

Bændablaðið - 13.05.2015, Side 8
8 Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015 Þegar Flateyringarnir Einar Guðbjartsson og Guðrún Pálsdóttir voru að vitja sumarbústaðar síns undir Hestfjalli innst í Önundarfirði síðastliðinn fimmtudag sáu þau þrjár kindur ofan við bústaðinn. Þótti þeim það óvenjulegt þar sem ekki var búið að hleypa fé út af neinum bæjum í grenndinni. Einar sagði í samtali við Bændablaðið að hann hafi fyrst talið að um hrúta væri að ræða. En þar sem hann er alinn upp í Efri húsum í Önundarfirði og bjó síðan á Hesti, þá rann honum blóðið til skyldunnar að kanna þetta betur. Guðrún er ekki síður tengd sveitinni enda ólst hún upp á Ingjaldssandi til fermingaraldurs. „Kindurnar voru mjög styggar og fyrst hélt ég að þetta væru hrútar frá Hóli. Svo fór ég að velta þessu fyrir mér og kíkti aftur á kindurnar tveim tímum seinna, þá sá ég að þar var ein nýborin þrem lömbum,“ sagði Einar. Tvær úr Dýrafirði og ein úr Álftafirði Kom í ljós að féð hafði gengið úti í allan vetur. Var sú nýborna í eigu Karls Bjarnasonar í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði, og með henni var lamb frá því í fyrra. Þriðja kindin reyndist svo vera í eigu Guðmundar Halldórssonar á Svarthamri við Álftafjörð. Karl Bjarnason sagði í samtali við Bændablaðið að þarna væri um að ræða fé sem ekki hafi skilað sér af fjalli í haust. Ljóst er að frjósemin hefur ekki verið slæm þeirri nýbornu og hraust er hún að lifa af harðan vestfirskan vetur og skila af sér þrem lömbum. Hefur slegið sér upp með hrúti frá Svarthamri „Líklega hefur þessi nýborna verið frammi á Korpudalnum í haust og vetur og komist í kynni við hrút.“ Sagðist Karl vita að Guðmund á Svarthamri hafi vantað tvo hrúta sem ekki skiluðu sér af fjalli eftir síðasta sumar, en þeirra hefur samt ekki orðið vart. „Það er ekkert ósennilegt að þeir hafi verið að þvælast þarna í Önundarfirðinum.“ Karl sagðist annars í samtali við Bændablaðið að hann væri með um 370 til 380 fjár. Sú nýborna væri fædd 2007 og hafi alltaf skilað þrem lömbum nema í fyrsta burði. Nærri 30 ær voru bornar í Neðri-Hjarðardal fyrir helgina og hefur sauðburður gengið vel. Þrátt fyrir að lofthitinn hafi ekki verið mikill það sem af er vori sagðist Karl hafa féð í hólfi utan dyra þar sem ærnar hafi borið. Sagði hann engin vanhöld hafa verið á lömbum. Ekkert sældarlíf að ganga úti í Korpudal í vetur Það hefur ekki verið neitt sældarlíf hjá fénu að ganga úti í Korpudal í vetur. Sagði Karl þar enn vera allt á kafi í snjó og mun meiri snjór væri í Öndunarfirði en í Dýrafirði. Eitthvað hafi féð samt náð að éta, því það var bærilega haldið. Einar Guðbjartsson tók undir það og taldi líklegt að féð hafi hafst við í Korpudalnum norðan við Hestfjallið, en sunnan við fjallið er Hestdalur. Það hafi þó örugglega verið erfitt líf sökum snjóa og óveðurs. Sagði hann að þótt snjór væri að mestu horfinn af Flateyrinni, þá næði sólin ekki að bræða neitt að gagni vegna kulda. /HKr. Fréttir Í vetur hefur verið unnið að undirbúningi þess að veittir verði dvalarstyrkir til staðnema á fyrsta námsári við Háskólann á Hólum. Og nú liggur fyrir að unnt verður að veita slíka styrki, á vorönn 2016. Þeir nemendur, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði, geta sótt um - þegar þar að kemur: • Að vera staðnemi á 1. ári í grunnnámi við Háskólann á Hólum. • Að hafa lagt stund á fullt nám við skólann og lokið 30 ECTS á haustönn 2015. • Að hafa hlotið hærri meðaleinkunn en 8,0 á haustönn 2015. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna verður auglýstur þegar nær dregur. Upphæð hvers styrks vegna skólaársins 2015–2016 verður kr. 300.000. Verði umsækjendur fleiri en þeir styrkir sem unnt verður að veita, mun rektor skólans draga nöfn styrkþega úr umsóknarpotti, að viðstöddum deildarstjórum, forstöðumanni kennslusviðs og fulltrúa Stúdentafélags Háskólans á Hólum. Háskólinn á Hólum: Dvalarstyrkir veittir fyrir fyrstaársnema Nemar í HR vinna að hugmynd um lánamiðlun Lánamiðlunin CreditHub er hugmynd sem frumkvöðlar úr Háskólanum í Reykjavík hafa verið að vinna að seinustu vikur í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Markmið áfangans er að setja saman í hóp fólk úr mismunandi deildum og vinna að viðskiptahugmynd í þrjár vikur. Margar þeirra hugmynda eiga góðan möguleika á að verða að veruleika og CreditHub er þar engin undantekning. Hópurinn samanstendur af Guðmundi Ásgeirssyni lögfræðinema, Guðríði Bjarteyju Ófeigsdóttur verkfræðinema, Guðrúnu Dagbjartsdóttur viðskiptafræðinema, Hákoni Aðalsteinssyni viðskiptafræðinema, Helga Hrafni Björnssyni verkfræðinema og Hilmu E. Z. Valdimarsdóttur verkfræðinema. Viðskiptahugmyndir skrásettar í gagnagrunn CreditHub er vefkerfi sem gerir frumkvöðlum kleift að skrásetja viðskiptahugmyndir og nýsköpunarverkefni ásamt kynningarefni um þær í gagnagrunn, þar sem fjárfestar geta leitað að athyglisverðum hugmyndum og gert tilboð um að veita lán til þeirra svo hægt verði að hrinda þeim í framkvæmd. Kerfið gerir þessum aðilum kleift að koma á tengslum sínum á milli, skiptast á upplýsingum um viðskiptahugmyndir og koma á samningum um fjármögnun þeirra með lánsfé. Framtíðarsýn að útvíkka starfsemina Einnig yrði hægt að sameina áhuga margra smærri fjárfesta til að koma á hópfjármögnun. Kerfið er þó frábrugðið öðrum lausnum á borð við KickStarter að því leyti að ekki er um að ræða styrki eða forkaup á vörum heldur lán sem endurgreiðast á umsömdum kjörum með ágóðanum af þeim verkefnum sem þannig eru fjármögnuð. Hugmyndin miðast í byrjun við íslenskan markað, en ef hún reynist vera framkvæmanleg er framtíðarsýn hópsins sú að hægt verði að útvíkka starfsemina til fleiri landa og stærri markaðssvæða. /MÞÞ Sumarbústaðaeigendur á Flateyri fundu þrjár útigangskindur í Önundarfirði: Ær skilaði þrem lömbum eftir útigöngu í vetur Mynd /HKr. Selen, E-, A og D-vítamín á fljótandi formi, til inngjafar fyrir lömb, kálfa og kiðlinga -Mjög hátt hlutfall af vítamínum og seleni -Tilvalið í lömb sem hafa verið lengi inni -Gefið um munn - engar nálastungur og minnkar því líkur á liðabólgu Sjá nánar: www.kb.is Hefur prjónað þúsund lopapeysur og gefið til Hvíta-Rússlands Eygló Jóna Gunnarsdóttir, djákni á Selfossi, situr ekki auðum höndum því hún situr eitthvað við alla daga og prjónar lopaleysur sem hún gefur til Hvíta-Rússlands. Verkefnið er unnið í gegnum Rauða krossinn og heitir „Föt sem framlag“. „Ég hef alltaf haft gaman af prjónaskap og það gefur mér mikið að geta látið gott af mér leiða og gefa frá mér. Nú er ég búin að prjóna um eitt þúsund lopapeysur á nokkrum árum og ætla að halda áfram af fullum krafti,“ segir Eygló Jóna. Hún prjónar mest fyrir framan sjónvarpið en notar líka tækifærið til að prjóna ef hún fer á fundi og einnig í bílnum á ferðalögum um landið yfir sumartímann. /MHH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.