Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Miðvikudagur 13. maí 2015 Jörðin Elliðahvammur er smábýli Kópavogsmegin við Elliðavatn. Landið er þéttvaxið sitkagreni og ösp inni á milli grenitrjánna. Þar er einnig að finna hátt í fimmtíu mismunandi yrki af eplum sem Þorsteinn Sigmundsson ræktar. Auk þess sem Þorsteinn og fjölskylda eiga og reka Eggjabúið Hvamm ehf. í Elliðahvammi. Þorsteinn hefur mikinn áhuga á ræktun eplatrjáa og hann ræktar líka býflugur sem sjá um að frjóvga trén. „Fyrir fimmtán árum kynntist ég mönnum sem voru og eru enn að prófa sig áfram með ræktun eplatrjáa og það vakti áhuga minn á að reyna ræktunina hér.“ Mest fengið á annað þúsund epli Þorsteinn ræktar epli utandyra, í köldu gróðurhúsi og í skála sem er frostfrír allt árið. Í skálanum, sem einnig má nýta undir litla fundi og samkomur, eru um 20 ólík eplayrki sem flest eru í blóma í lok apríl. Allt í kringum okkur sveima býflugur milli blómanna af slíkum dugnaði og vinnusemi að eðlislatur blaðamaður verður þreyttur af því að horfa á þær. „Flugurnar sem hér eru á sveimi eru innfluttar humlur og sérræktaðar til að hafa í gróðurhúsum. Þær eru ófrjóar, með nokkurra vikna líftíma og lifa ekki utandyra hér á landi. Tré blómgast mjög vel í ár og lofar góðu um uppskeru en síðustu tvö ár voru heldur slök vegna sólarleysis. Mesta uppskeran sem ég hef fengið hér í skálanum eru á annað þúsund epli. Eplin af öllum trjánum í skálanum er mjög góð á bragðið en með ólíku bragði eftir því um hvaða yrki er að ræða. Þrátt fyrir góðan vilja næ ég aldrei að borða öll eplin sjálfur og sum gef ég fjölskyldu og vinum. Undanfarin ár hafa býflugnabændur verið með uppskeruhátíð í Húsdýragarðinum á haustin og ég hef stundum verið með epli til sölu þar. Auk þess sem ég sel þau hér á staðnum.“ Þorsteinn segir gaman að sjá fólk borða epli beint af trjánum. „Margir eru að smakka lífrænt ræktuð og óvaxborin epli í fyrsta sinn og finna alvöru eplabragð í fyrsta sinn á ævinni. Enda eru eplin hér allt öðruvísi en plastlíku eplin sem víða eru seld í verslunum.“ Auk þess að rækta epli er Þorsteinn einnig að gera tilraunir með að rækta nokkurt yrki af vínvið í köldu gróðurhúsi og ekki annað að sjá en að sú ræktun lofi góðu. Vetrarepli Þorsteinn segist vera með eitt tré í skálanum sem er áhugavert að því leyti að þroski aldinsins er ólíkur því sem gerist venjulega. „Þetta er svo kallað vetrarepli vegna þess að ávextirnir geta hangið á trénu allan veturinn og það er borðað á vorin. Ávöxturinn er nánast óætur á haustin, harður og bragðvondur, en bragðgóður og safaríkur á vorin.“ Nokkur þúsund varphænur „Ég er búinn að reka eggjabú hér í tæp fimmtíu ár,“ segir Þorsteinn, „reksturinn hefur verið misstór og nánast kofarekstur í byrjun. Í dag rek ég búið með börnunum mínum og við erum með nokkur þúsund varphænur af stofni sem kallast Loman í hátæknivæddu búi og framleiðum vel yfir tonn á ári. “ Eplarækt er langhlaup „Ég er með um sjötíu eplatré utandyra en þori ekki enn að segja hvaða yrki koma til með að reynast best úti hér. Eplarækt er alveg á mörkunum að ganga á Íslandi, þolinmæðisvinna og langhlaup. Ég er til dæmis ekki farinn að sjá nein aldin að ráði af trjánum sem eru úti þrátt fyrir að þau blómstri á góðum sumrum. Að mínu mati er nauðsyn legt að tala opinberlega af skynsemi og ávaxtaræktun hér og ekki plata fólk og láta það halda að ræktunin sé auðveld. Þegar fólk kaupir innflutt tré er líklegt að tréð blómstri á fyrsta sumri og það getur hugsanlega myndað aldin. Eftir það geta liðið mörg ár þar til trén blómstra aftur hvað þá að þau myndi aldin nema á allra bestu stöðum.“ Býflugnarækt á jaðrinum Auk eplatrjáa og hænsna ræktar Þorsteinn býflugur. Hann er með Eggjabúið við Elliðahvamm: Egg, eplatré og býflugur Vetrarepli kallast þetta yrki vegna þess að ávextirnir geta hangið á trénu allan veturinn og það er borðað á vorin. Myndir / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.