Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 7.500 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.750. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Frágangur fyrir prentun: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að það sé að rofa til í samningum verkalýðsfélaga og vinnuveitenda um kaup og kjör á Íslandi. Eins og staðan er nú virðist takmarkið um 300 þúsund króna lágmarkslaun vera að nást, sem hljóta að teljast gleðileg tíðindi. Það hlýtur þó að vera umhugsunarefni hvers vegna samningar um eðlilegt verð fyrir vinnuframlag þurfi að leiða til slíks ágreinings að fólk telji sig knúið að leggja niður störf og fara í verkfall sem allir tapa á. Er það eðlilegt að þjóðfélagið sé í þessum efnum á sama þróunarstigi og fyrir meira en hundrað árum? Það hlýtur að vera kominn tími til fyrir alla hámenntuðu fræðingana að fara að gægjast ögn út úr kassanum og upphugsa nýtt form til að innheimta laun fyrir vinnuframlag einstaklinga. Þegar litið er yfir vinnumarkaðinn og deilur undanfarna mánuði, þá eru það starfsmenn hins opinbera sem hafa orðið fyrir hvað mestri gagnrýni fyrir óbilgirni og hörku. Þar hafa áhrifin á sjúkrahús landsins verið mest áberandi. Forsvarsmenn Landspítala hafa ítrekað varað við ástandinu og bent á þá lífshættu sem verið er að setja sjúklinga í. – Er þetta eðlilegt ástand? Sjúkrahús landsins eru ekki eins og hverjar aðrar verksmiðjur til að framleiða karamellur eða kex. Sjúkrahúsin eru í eðli sínu neyðarstofnanir sem ætlað er að bregðast við og reyna að koma til hjálpar ef fólk veikist. Er þá einhver eðlismunur á sjúkrahúsunum og annarri neyðarþjónustu? Við skulum setja upp dæmi af annarri neyðarþjónustu. Björgunar- sveitir landsmanna eru reknar sem neyðarsveitir sjálfboðaliða sem ætlað er að koma fólki til hjálpar í hvers konar neyð. Hvað ef allt þetta ósérhlífna fólk tæki nú upp á því að gera kröfu um einhverja umbun fyrir sitt starf, eða fara ella í verkfall? Ætli það myndi þá ekki heyrast einhvers staðar hljóð úr horni...? Við getum ekki lengur litið á sjúkra hús landsins sem einhverjar verksmiður eða kjötvinnslur. Þarna er um neyðar þjónustu að ræða sem greidd er af almenningi í landinu. Það verður þá líka að gera þá kröfu að þar eigi sjúklingar aldrei á hættu að vera synjað um þjónustu vegna verkfalla! – Það verður einfaldlega að finna aðra leið en beitingu verkfallsréttar til að halda launum heilbrigðisstarfsmanna í eðlilegu horfi. Það er nóg komið af þessum háskaleik að lífi sjúklinga. /HKr. LOKAORÐIN Vörn og sókn Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið frá 7. apríl eða í rúmar sjö vikur. Verkföllin sem bitna mest á landbúnaðinum, dýralæknar og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn Matvælastofnunar hafa staðið frá 20. apríl, eða í tæpar sex vikur. Ítarlega hefur verið fjallað um áhrif verkfallanna í síðustu tveimur leiðurum blaðsins og það skal ekki endurtekið nú, en halda verður því til haga að dýralæknar hafa á síðustu dögum komið til móts við sjónarmið bænda. Það hafa þeir gert með því að samþykkja undanþágur fyrir slátrun alifugla og svína án þess að skilyrða að allar afurðir séu frystar og ekki settar á markað. Það er gert með hliðsjón af dýravelferð, til að bændum séu tryggðar einhverjar tekjur til að eiga fyrir fóðri og öðrum nauðsynlegum aðföngum. Þetta aukna svigrúm kemur til móts við mesta bráðavandann á því sviði. Heimildirnar eru þó enn takmarkaðar og fyrir liggur að búin hafa orðið fyrir miklu tjóni og það fer vaxandi hvern dag sem verkfallið stendur. Þegar samningar loks nást er áhrifunum hjá bændum hvergi nærri lokið. Það mun taka langan tíma að komast yfir þau. Á sama tíma ættu bændur að vera í fjárfestingum og endurbótum m.a. til að uppfylla kröfur nýrra aðbúnaðarreglugerða sem tóku gildi undir lok síðasta árs. Fyrir lá að ráðast þyrfti í dýrar aðgerðir vegna þeirra krafna en margra vikna tekjuleysi mun eðlilega hafa mjög neikvæð áhrif á getuna til að uppfylla þær. Þá er einnig rétt að taka fram að BHM hefur á öðrum sviðum sýnt sjónarmiðum landbúnaðarins skilning t.d. með því að veita undanþágur til innflutnings á frjóeggjum til varphænsna og kjúklingaræktar, sem og til innflutnings sáðvöru og lífrænum vörnum til nota í garðyrkju. Þar er um að ræða aðföng sem eru mjög mikilvæg fyrir viðkomandi greinar. Fáist þau ekki hefði það afar neikvæð áhrif á framleiðslugetu greinanna, í sumum tilvikum langt fram á næsta ár. Ekki hefur þó allt gengið eftir. Til dæmis hefur ekki fengist undanþága til innflutnings á kynbótadýrum í loðdýraræktinni sem hefur veruleg langtímaáhrif í þeirri grein fáist hún ekki. Þá hefur heldur ekki fengist undanþága til að lesa af röntgenmyndum af hækillið stóðhesta (spattmyndum) sem kemur í veg fyrir að hægt sé að skrá þá á kynbótasýningar. Síðustu daga virðist þó heldur farið að rofa til í kjaraviðræðum á almennum markaði. Starfsgreinasambandið frestaði verkfalli sínu á dögunum, þó nú styttist í það að nýju. Þá standa vonir til þess að það sjái til lands í viðræðum VR og Flóabandalagsins, eftir að þeirra verkföllum var nýlega frestað um fimm daga. Þessi félög hafa sýnt ábyrgð með því að fresta aðgerðum þegar vonir eru um árangur. Því ber að fagna og vonandi takast samningar sem allra fyrst. Það er allra hagur. Það verður þó alltaf að hafa í huga að semja aðeins um það sem er raunveruleg innistæða fyrir. Hversu há innistæðan er, verður ávallt deilt um, en það langar engan í verðbólguárin aftur. Báðir aðilar þurfa að gefa eftir Þessi hreyfing virðist þó ekki enn ná til opinbera geirans. Þar hefur lítið gengið og stífni verið mikil á báða bóga. Hér skal engin afstaða tekin til þeirra krafna sem þar liggja á borðinu enda hafa þær ekki verið birtar, en ljóst má vera að báðir aðilar þurfa þar að gefa eftir ef samningar eiga að nást. Það er reyndar frekar undarlegt regluverk sem gefur almenna markaðnum fullt svigrúm til að fresta aðgerðum eftir þörfum en gerir ekki ráð fyrir að opinberir starfsmenn geti gert hið sama. Það er allavega fyllsta ástæða til að endurskoða baráttuaðferðirnar þegar að verkfall hefur staðið í sjö vikur án þess að nokkuð gangi. En hér skal enn ítrekuð sú von og vilji að samningar náist. Matvælalandið Ísland Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland efndi til fjölsóttrar ráðstefnu um útflutning matvæla í Bændahöllinni í síðustu viku. Markmiðið með ráðstefnunni var að vekja athygli á tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar í matvælageiranum með útflutningi, miðla reynslu og hvetja þannig fleiri til að vinna með markvissum hætti að því að sækja á erlendan markað með matvælaafurðir. Efni ráðstefnunnar var tvískipt. Í fyrri hluta fjölluðu sérfræðingar um þá vinnu sem þarf að inna af hendi áður en ráðist er í útflutning eins og mikilvægi þess að marka sér skýra stefnu áður en haldið er af stað og framfylgja henni. Fjallað var um kröfur erlendra kaupenda og hvernig hægt sé að mæta þeim. Áreiðanleiki, stöðug gæði, góð þjónusta og öruggt framboð árið um kring eru lykilatriði til að viðhalda viðskiptasamböndum. Geti maður ekki staðið við gerða samninga og missi þannig traust kaupenda er mjög erfitt og kostnaðarsamt að byggja það upp aftur. Enn fremur var ítrekað mikilvægi þess að afla gagna til að sýna fram á hreinleika og öryggi afurða. Í síðari hluta ráðstefnunnar sögðu nokkur fyrirtæki úr ólíkum greinum frá reynslu sinni af útflutningi matvæla, hindrunum sem þarf að yfirstíga og lykilárangursþáttum. Samhljóma álit þeirra var að samvinnu þyrfti að auka til að miðla reynslu og draga úr kostnaði. Öll vilja þau leggja áherslu á sérstöðu landsins, sögu og menningu við markaðssetningu íslenskra matvæla til erlendra kaupenda. Við eigum þarna fjölmörg ónýtt tækifæri ef við berum gæfu til þess að vinna skipulega og sameiginlega að þeim. Markmiðið þarf að vera að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla og auka með því móti gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Vonandi verður samþykkt ríkisstjórnarinnar um að leggja 80 milljónir króna á ári til Matvælalandsins Íslands næstu fimm árin þungt lóð á þær vogarskálar. Þarna eigum við að sækja fram. /SSS Þær eru ekki af baki dottnar átta vinkonur sem stofnuðu sinn saumaklúbb fyrir 70 árum því þær hittast enn reglulega þrátt fyrir að vera orðnar 88 ára, allar fæddar 1927. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast saman úr Kvennaskóla Reykjavíkur fyrir 70 árum en þær stofnuðu klúbbinn samhliða útskriftinni. „Þetta er reglulega góður félagsskapur og við höfum alltaf nóg til að spjalla um, því get ég lofað þér. Við hittumst alltaf á hálfsmánaðar fresti yfir vetrartímann og tökum okkur frí yfir sumarið. Við höfum alltaf skipst á að halda fundina en það er þó regla að ég held alltaf síðasta fund vetrarins heima hjá mér á Selfossi en allar hinar konurnar búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorbjörg Sigurðardóttir á Selfossi sem var með 70 ára afmælisfundinn í síðustu viku. Konurnar komu með leigubíl frá Reykjavík, stoppuðu í þrjá klukkutíma hjá Þorbjörgu og þáðu hjá henni sérrí og glæsilegar kaffiveitingar. „Nei, nei, við erum ekki hættar með klúbbinn, við ætlum að halda áfram eins lengi og heilsa okkar leyfir, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Þorbjörg þegar hún var spurð hvort þetta væri ekki orðið gott eftir 70 ár. Konurnar byrjuðu 11 í klúbbnum en þrjár þeirra eru fallnar frá. /MHH Nóg komið Í 70 ár saman í saumaklúbbi Konurnar í 70 ára saumaklúbbnum, frá vinstri, efri röð, Oddný Eyjólfsdóttir, Reykjavík, Ingibjörg Elíasdóttir, Reykja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.