Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Við hjónin hófum búskap á Vörðubrún haustið 1998. Við tókum við af foreldrum Lárusar, Dvalni Hrafnkelssyni og Fríðu Pálmars Þorvaldsdóttur. Höfum breytt litlu en byggðum 360 fermetra stálgrindahús 2004 sem kemur sér vel á köldum vorum. Býli: Vörðubrún. Staðsett í sveit: Jökulsárhlíð, Fljótsdalshéraði. Ábúendur: Lárus B. Dvalinsson og Steinunn Snædal. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 4 börn, þau heita Fríða Pálmars (1998), Dvalinn (2000), Pálmar (2004) og Auðun (2007). Stærð jarðar? Stærð jarðar hefur ekki verið mæld en túnin eru um 50 hektarar. Gerð bús? Sauðfjárbúskapur. Fjöldi búfjár og tegundir? 430 vetrarfóðraðar ær, hvítar með horn. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á að koma börnunum í skólann og svo þarf að sinna rollunum. Yfir hádaginn er bóndinn eitthvað að bauka í vélaskemmunni fyrir sjálfan sig og aðra. Dagurinn endar svo á seinni gjöf. Þessa dagana eru menn þó nær öllum stundum í fjárhúsunum vegna sauðburðar. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Lárusi finnast smalamennskurnar og heyskapurinn án efa skemmtilegustu bústörfin en leiðinlegast að gera við lélegar girðingar. Steinunni finnst heyskapurinn skemmtilegur (í góðri tíð) en átakanlega leiðinlegt að rýja og sjá um gæðastýringar- og rollubókhaldið. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er ekki stefnt á neinar breytingar á næstu árum en fénu gæti hugsanlega fjölgað eitthvað. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Erum sérstaklega ánægð með nýja framkvæmdastjóra LS. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef tekst að auka nýliðun í greininni. Það þarf að auðvelda ungu fólki að byrja búskap og nauðsynlegt að tryggja netsamband í sveitum landsins Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þrátt fyrir einstök gæði íslenska lambakjötsins þá teljum við að tækifærin séu í mjólkurvörunum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ávextir, tortilla-kökur og jógúrt. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Strákarnir segja bjúgun hans Dvalins afa en við hin grillað lambakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Lárus fótbraut sig á fyrsta degi í smalamennskum síðasta haust, þá kom vel í ljós hvað við eigum góða vini og ættingja. Allir tilbúnir að koma og hjálpa til. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Kryddlagður kjúklingur og gómsætar lambarifjur Það er um að gera að prófa sig áfram með framandi krydd til þess að breyta til í eldamennskunni. Hér er ljúffeng kjúklingauppskrift á norður-afríska vísu þar sem bragðlaukarnir fá virkilega að njóta sín. Lambahrygg er hægt að elda á fjölbreyttan hátt en nýlega kom á markað, undir merkjum Iceland Lamb, nýr biti þar sem búið er að hreinsa rifin. Fyrir þá sem vilja minnka fituna á lambakjötinu má skera hana frá til að hraða elduninni. En munið að fitan bætir hið frábæra íslenska lambabragð! Betra er að gefa sér tíma í eldamennskuna svo útkoman verði safarík og bragðgóð. Marokkó kryddlagður kjúklingur með apríkósum og tómat › 1–2 stk. litlir kjúklingar › 6 msk. ólífuolía › Lítið búnt kóríander › 1 msk. kúmenfræ › 1 msk. fennelfræ › 2 tsk. chilliflögur › 2 hvítlauksrif › Börkur og safi af tveimur sítrónum › 4 msk. púðursykur › 250 g grískt jógúrt, blandað með 1–2 þráðum af saffran (annars karrí eða túrmerik til að fá litinn) Apríkósur og tómatar › 12 apríkósur, skornar til helminga og steinhreinsaðar › 3–5 tómatar (litlir tómatar á grein eru góðir og fallegir fyrir augað) › 3 msk. ljóst hunang › 1 msk. appelsínu safi › 4 msk. hvítvín edik Setjið ólífuolíu, kóríander, kúmen, fennel, chilli, hvítlauk, sítrónubörk og -safa, púðursykur og nýmulinn svartan pipar í matvinnsluvél eða blandara og vinnið í fínt mauk. Kryddlegið kjúklinginn í 2–48 klst. (fer eftir hvað þú hefur mikinn undirbúningstíma) í ísskáp, gott að nota rennilásapoka. Gott er að taka hryggjarsúluna úr kjúklingnum með skærum til að minnka eldunartíma. Hitið grillið og látið logann deyja út eða hitið ofninn í 220° C. Takið kjúklinginn úr pokanum og kryddið vel með salti. Grillið eða steikið kjúklinginn í 25–30 mínútur á hvorri hlið þar til hann er stökkur og eldaður í gegn (70° C í kjarna). Setjið til hliðar á fat, setjið álpappír lauslega yfir til að hvíla á meðan þú gerir apríkósurnar og tómatana. Það tekur nokkrar mínútur í eldun. Flestir vilja tómata og apríkósur snöggeldaðar til að halda ferskleikanum. Setjið apríkósur í álbakka. Hrærið appelsínusafa, hunang og edik saman. Hellið yfir apríkósur og steikið á grilli, eða setjið í ofninn í um 10 mínútur þar til þær eru mjúkar og smá karmellaðar. Berið kjúklinginn á borð með jógúrtinu, ávöxtunum og tómat ásamt góðu salati. Lambarifjur með grænmetissalati › 1 framhluti af lambahrygg (8 rif) › 2 tsk. ólífuolía › 1 tsk. salt › 1/4 tsk. svartur pipar › 2 matskeiðar jurtaolía › 1 gulrót › 1 stk. papríka › 2 hausar rifið salat › 1/4 fersk lauf að eigin vali, t.d. mynta, kóríander eða jafnvel villtur kerfill eða arfi › Salat dressing að eigin vali, t.d. ólífu- olía með ediki og appelsínusafa Gott er að hafa egg, hnetur, góðan ost eða annað sem fólki finnst gott að hafa í matmiklu salati. Undirbúningur 1. Hitið ofninn í 150° C. Nuddið lambið með 2 tsk. ólífuolíu og salti og pipar. Látið standa í 10 mínútur fyrir eldun. 2. Brúnið lambakjötið með 2 msk. af olíu á heitri pönnu (eða grilli) á háum hita í 8 til 10 mínútur eða þar til kjötið er brúnað. Snúið að lágmarki tvisvar sinnum á meðan. Færið upp á eldfasta pönnu eða bakka. Bakið við 150 °C í 20 mínútur eða þar til kjötið er um 60° C með hitamæli sem settur er í þykkasta hlutann (miðlungs) eða meira ef óskað er eftir „well done“ (65°C). Fjarlægið lambið úr ofninum, hyljið með álpappír og látið standa í 10 mínútur. 3. Á meðan, skerið papriku og til dæmis gulrót eða annað grænmeti í mjög þunnar ræmur með grænmetisflysjara. Bætið í salati, myntu og gulrót ræmur með vinaigrette. 4. Skerið lambakjöt á milli rifja í kótelettur. Berið fram með salati og olíu, appelsínu vinaigrette. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Vörðubrún Marokkó kryddlagður kjúklingur. Lambarifjur á salati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.