Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Alexander Þór Jónsson var glaður í bragði yfir að fá að halda á kanínu- unga sem var aðeins 13 daga gamall. á er komið að framlagi Björns Ingólfssonar á Grenivík. Lengi hefur Björn ort til skemmtunar fyrir Karlakór Eyjafjarðar. Svo var og í þetta sinn. Birgir Sveinbjörnsson, stjóri samkomunnar, bað Björn að greina frá síðustu afrekum sínum: Hvort afrek hafi átt sér stað um skal núna þingað. Mitt er einfalt, aðeins það eitt að komast hingað. Til annarra hagyrðinga við borðið þetta kvöld orti Björn: Návist þeirra finnst mér leiðinleg lopann þegar endalaust þeir teygja. Þetta eru líka asnar eins og ég og ekki frekar neitt um það að segja. En alls óvænt tekur Björn svo að éta ofan í sig óhroðann: Návist þeirra er skratti skemmtileg úr skellihlátri ætla menn að deyja, þótt þeir séu asnar eins og ég og ekkert sé að marka hvað þeir segja. Þótt ekki hefði átt að vera meðal yrkisefna þetta kvöld, þá lak þó út meðal hagyrðinga að ég sjálfur hefði beðið Petru mína að koma til rannsóknar þremur hægðasýnum fyrir mig. Þetta yrkisefni reyndist mikið uppáhald hjá Birni Ingólfssyni: Sólskin, og himinninn bjartur og blár. Brosir er leggur úr hlaði syngjandi kona með kúffullar þrjár krukkur af Geirhjartartaði. Það leikur ekki alla lánið við og lá við hún færi að orga því ekkert fékkst greitt fyrir innleggið og umtalsvert þurfti að borga. Björn skyldi svo segja hug sinn til ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík: Að nokkur lendi lamaður í háska er liðin tíð, að sagt er. Það er bótin að heppnir komast kanski fyrir páska á knallið sem að var um áramótin. Um karlakórinn sjálfan orti Björn: Stundum er lagið svo sterkt og strítt að stjarfur ég verð og hissa, en stundum er allt svo undurblítt að er eins og mús sé að pissa. Birgir spurði Björn um hug hans til múslima: Ég á múslimskan vin sem ég mæli bót, hann er mjúkur í fasi og glaður, þeldökkur er hann í þokkabót en þó er hann eins og maður. Björn var næst spurður hvort hann kysi sér frekar, að eiga banka eða vera bankastjóri: Aðrir mega eiga og reka alla banka. Að vilja aurum að sér sanka ekki finnst í mínum þanka. Ef háreista Mammons höll ég lít fer hrollur um alla skanka. Mætti ég heldur moka skít en maurapúkast í banka. Þegar kemur svo að vistaskiptum hagyrðinganna og Birgir skipar Birni að verja vikutíma hjá Fjólu á Gunnarsstöðum, heimili Jóhannesar, þá þakkar Fjóla Birni vistina með þessum orðum: Framlag þitt allt var einskisvert af einlægni segi ég bara: Þú hefur mér engan greiða gert og gott að þú ert að fara. Þakka skal ég samt þúsundfalt að þú hefur uppi á mér legið. Ég sé nú að Jói minn eftir allt er ekki svo slæmur, greyið. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Á dögunum fóru börn og foreldrar af leikskólanum Sunnufold, Funa, í Grafarvogi í Reykjavík í sumarferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit þar sem ýmislegt fróðlegt var að sjá. Þegar búið var að kanna gamlar dráttarvélar af ýmsum gerðum og prófa leiksvæðið á bænum var haldið upp í fjárhús þar sem sauðburður var kominn vel á veg og það sem kórónaði án efa heimsóknina var að tvö lömb komu í heiminn meðan á dvöl leikskólabarnanna stóð. Í fjárhúsunum fundu flestir eitthvað við sitt hæfi, að halda á kiðlingi, lambi eða litlum kanínuungum. Einnig voru geiturnar mjög áhugaverðar og hundurinn á bænum, hún Snotra, sem fylgdi hópnum hvert fótmál og elti steina í gríð og erg. Sumir fengu útrás við að hoppa í heyinu á meðan aðrir heilsuðu upp á hesta og hænuunga eða klöppuðu kisu útivið. Því má segja að flestir hafi fengið smjörþef af því hvernig það er að taka þátt í sveitalífinu á Bjarteyjarsandi og eftir fjöruferð þar sem finna mátti skeljar og kuðunga ásamt ýmsu fleiru, fóru allir glaðir aftur til síns heima. Ekki var laust við að þreyttir ferðalangar rauluðu lagstúf eða fengju sér örlítinn kríublund á leiðinni tilbaka í borgina í rútunni. /ehg Sumarferð í sveitina Þ MÆLT AF MUNNI FRAM 130 Arnheiður Hjörleifsdóttir hefur tekið á móti leikskólabörnum í 15 ár en á fimmta þúsund manns koma á hverju vori í heimsókn á Bjarteyjarsand. Færri komast að en vilja á þessu sex vikna tímabili sem heimsóknirnar standa yfir. Júlíus Garðar Gunnarsson var vígreifur með Jörmu litlu. „Þetta var eins og í sjónvar pinu,“ heyrðist kallað úr hó pnum sem var svo lánsamur að upplifa fæðingu lambs í beinni útsendingu í sumarferðinn i. Kolbrún Eiríksdóttir aðs toðar son sinn, Guðmund Sigurj ónsson, í sauðburðinum. Leikskólavinirnir Logi Karl Steindórsson og Kári Kiljan Pálsson sátu makindalega á stól og voru ábyrgðarfullir þegar þeir skiptust á að halda á hvítum kanínuunga sem ekki var komið nafn á. Hafurinn Ófeigur var spakur og gæddi sér á heyi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.