Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Útflutningur – Verðmætasköpun og ný tækifæri Framleiðendur sögðu stuttar reynslusögur af framleiðslu og útflutningi GARÐAR STEFÁNSSON Norður og Co. Garðar Stefánsson framleiðir salt undir merkjum Norðursalts á Reykhólum, innarlega í Breiðafirði. Garðar segir að markaðsstarfið grundvallist fyrst og fremst út frá sýninni á sjálfbæra matvælavinnslu. Mikil áhersla sé líka lögð á að vörurnar eru unnar á sem umhverfisvænastan hátt. Mikil vinna hafi í upphafi verið lögð í að skapa vörumerki með tilheyrandi hönnunar- og ímyndarvinnu. Strangar gæðakröfur séu líka gerðar. Vörur fyrirtækisins fást í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Austurríki og Belgíu. Söluskrifstofa er í Árósum í Danmörku en höfuðstöðvar pökkunar eru í Reykjavík. Helstu þröskuldar tengjast m.a. skorti á tíma og starfsfólki á Reykhólum. Á ráðstefnunni var tilkynnt um sigurvegara í vöru- þróunarkeppninni Ecotrophelia Ísland og verðlaun afhent. Um keppni á meðal háskólanemenda er að ræða og felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Sigurvegari að þessu sinni var hópur sem framleiddi Humarpaté. Aðstandendur keppninnar eru Háskóli Íslands, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins. Meginmarkmið keppninnar er að stuðla að nýsköpun og þróun nýrra, umhverfisvænna matvara fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað, ásamt því að auka umhverfisvitund og þjálfa frumkvöðlahugsun nemenda. Keppnin í ár var haldin 20. maí og kepptu fimm verkefni þá til úrslita. Bragðefni úr beingörðum karfa, Grafinn skötuselur, Kex fyrir smábörn, Pate úr humarmarningi og Þarate. Sigurliðið hlýtur að launum rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Ecotrophelia Europe http://www. ecotrophelia.eu/, á meginlandi Evrópu seinna á árinu, auk peningaverðlauna og ráðgjafar frá sérfræðingum Matís og Nýsköpunarmiðstöðvar. Í lýsingu á Humarpaté kemur fram að humarmarningur sé afurð sem tiltölulega nýlega hafi verið byrjað að vinna úr klóm leturhumars. Með nýrri vinnsluaðferð sé hægt að aðskilja kjötið frá klóm humarsins sem hingað til hafa verið of litlar fyrir slíka vinnslu. Sigurhópurinn samanstendur af Gunnari Ásgeirssyni, Ingu Ósk Jónsdóttur, Margréti Evu Ásgeirsdóttur, Sigfúsi Erni Sigurðssyni, Snæfríði Arnardóttur, Stefaníu Jónsdóttur og Þórhildi Sigurðardóttur. TILKYNNT VAR UM SIGURVEGARA Í ECOTROPHELIA-VÖRUÞRÓUNARKEPPNINNI: Humarpaté sigraði ÓSKAR ÞÓRÐARSON Omnom Úr tilraunaeldhúsi í heimahúsi í gamla bensínstöð úti á Granda, voru fyrstu framfaraskref súkkulaðigerðarinnar Omnom. Óskar segir að ennþá sé starfsemin í gömlu bensínstöðinni en þröngt sé um hana þar sem tækjakostur sé orðinn mun fyrirferðarmeiri. Mikið hefur verið lagt upp úr fallegri hönnun fyrir vörumerkið og umbúðirnar – og segir Óskar að velgengni Omnom megi þakka því að varan kom fram á réttum tíma á réttum stöðum; m.a. á Matarmarkaði Búrsins og þegar Airwaves-hátíðin var í gangi 2013. Vöxtur Omnom á síðustu tveimur árum hefur verið mjög mikill. Whole Foods hafði samband í fyrra við fyrirtækið og óskaði eftir að fá súkkulaðið inn í sælkeraverslanir sínar. Í kjölfarið bættust við fleiri verslanir og eru þær nú orðnar yfir 200 í Bandaríkjunum og Evrópu. EYGLÓ BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR Móðir Jörð Eygló segir að lykillinn að velgengninni hjá Móður Jörð sé sérstaða vörulínunnar og að stöðugt framboð sé af vörunum í verslunum. Um lífrænt vottaðar vörur er að ræða sem eru eingöngu úr jurtaríkinu og útflutningurinn enn sem komið er felst einkum í sölu til ferðamanna á Íslandi. Helstu áskoranir eru tíminn og náttúran; því það tekur tíma að þróa vörulínu og uppfylla allar kröfur. Öflun hráefnis er þar lykilatriði og stundum þarf að fá það annars staðar frá, ef eitthvað bregst í umhverfinu. Þá er vandamál hversu lífræn ræktun er lítið útbreidd á Íslandi. ÁGÚST ANDRÉSSON Kaupfélag Skagfirðinga Ágúst talaði almennt um útflutning á sauðfjárafurðum, enda formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. Heildarútflutningur sauðfjárafurða síðustu þriggja ára nam 14.547 tonnum. Helstu markaðir sem lögð verður áhersla á á næstu árum eru Rússland, Bandaríkin, Asía, Spánn og Norðurlöndin.Talsvert hefur verið lagt í markaðsstarf með sameiginlegu vörumerki, Icelandic lamb. Í máli Ágústs kom fram að þróun á útflutningi sauðfjárafurða væri á uppleið og nefndi hann sérstaklega að lykill að velgengni í útflutningi væri samvinna og það væri ofarlega á baugi samtakanna að treysta tengslin. SVAVAR Þ. GUÐMUNDSSON Sæmark Sölu- og markaðsfyrirtækið Sæmark flytur út um átta þúsund tonn af ferskum og frystum fiski á ári til Evrópu og Bandaríkjanna. Að sögn Svavars er fyrirtækið 30 ára og var það með þeim fyrstu sem fóru að selja ferskan fisk á erlenda markaði. Sæmark selur ferskan fisk til stórra, kröfuharðra kaupenda, en framleiðendur þeirra fiskafurða á Íslandi eru litlir og meðalstórir. Hann segir nauðsynlegt að skýr krafa sé á gæðamál og því sé starfandi sérstakur gæðastjóri hjá fyrirtækinu. Afar mikilvægt sé að gæðakröfur séu samræmdar að kröfum kaupenda – og þar sé stöðugleiki lykilatriði. Að mati Svavars eru helstu hindranir fyrir velgengni í útflutningi óstöðugleiki, skammsýni og sú staðreynd að íslenskur fiskur er takmörkuð auðlind. EVA SÆLAND Foss distillery Foss distillery er fyrirtæki sem framleiðir Björk líkjör og Birki snaps, vörur sem eru unnar úr íslensku birki og birkisafa. Saga fyrirtækisins hefst í raun á veitingastaðnum Dill Restaurant árið 2009, þegar birkigrein gleymdist í vodkaflösku og í kjölfarið verður Björk líkjör til. Fyrstu flöskur af Birki og Björk eru framleiddar árið 2011 og síðan hefur aukningin i framleiðslu verið 80–100 prósent á ári, en um 75 prósent af framleiðslunni er seld til útflutnings í gegnum fríhöfnina í Leifsstöð. Markaðssetning í útlöndum er þolinmæðisvinna að sögn Evu og eru helstu þröskuldar að ná góðum samböndum. Margrét Eva Ásgeirsdóttir og Þórhildur Sigurðardóttir. Myndir / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.